Allt er að fara til andskotans og allt bitnar það á mér!!!

simpsons-good-evil-homerÉg er búinn að koma til Íslands alloft frá því að við fluttum hingað út í nám. Síðast var ég þar síðustu helgi og það er fyrst núna sem ég er að komast yfir það sem ég upplifði. Mikið ofboðslega er þjóðarsálin í miklum sárum. Þvílík vanlíðan. Þar sem fleiri en einn kom saman í hóp upphófst nánast undantekningalaust mikill hópgrátur yfir þeirri stöðu sem komin er upp. Það er líka allsérstakt að verða vitni af því að biturleikinn og neikvæðnin beinist nánast alltaf að einhverjum öðrum. Olíufélögin eru allt að drepa eða ríkisstjórnin. Litlu strákarnir í bönkunum eru búnir að skíta upp á bak og áfram heldur gráturinn.  Crying

Aldrei heyrir maður einhvern segja: ”Ég hefði nú átt að fara aðeins hægar í sakirnar!” Nei, flestir virðast vera fórnarlömb mikils óréttlætis og yfirgangs utanaðkomandi afla sem hafa ekkert með eigin ákvarðanir að gera. Þvílíkt andskotans bull! Ég lít svo á að þetta hafi ekkert með aðra að gera. Við stjórnum algerlega eigin líðan og það er undir okkur komið hvort okkur líði vel eða illa, sama hverjar ytri aðstæður eru. Þó það geti verið sárt og erfitt fyrir egóið hjá mörgum þá verðum við alltaf að standa og falla með þeim ákvörðunum sem við tökum hverju sinni.

Ég bloggaði um það í fyrravetur hvernig ég trúi því að líf okkar stjórnist af tveimur ógnaröflum. Í sinni einföldustu mynd er hægt að kalla þau hið góða og hið illa. Nú er ég ekki að tala um Guð og Skrattann þó svo að það hafi hjálpað mörgum að setja þetta í það samhengi. Eins og ég sé þetta fyrir mér eru þetta tvö aðskilin öfl innra með hverjum og einum, sem hafa alltaf verið til staðar og munu alltaf vera til staðar. Það sem mér finnst frábært við þessa myndlíkingu er einfaldleikinn. Halo Devil

Ef hið illa hefur verið alið á kræsingum eins og ótta, neikvæðni, kvíða, afbrýðisemi, reiði, lygum og jafnvel hroka og sjálfumgleði má fastlega búast við því að það búi yfir styrk til að halda hinu góða bældu í langan tíma.  Þannig held ég að sé statt með þjóðarsálina á íslandi í dag. Hún er í sjálfsköpuðum vítahring að sligast undan eigin svartsýni og neikvæðni.

Það skiptast alltaf á skin og skúrir og eftir bjartan daginn kemur nótt. Það eru til æði margar myndlíkingar þegar kemur að jafnvægi í lífinu. Ein myndlíkingin líkir lífinu við árstíðirnar og mætti því segja að nú væri skollinn á kaldur vetur á íslandi, allavega hvað andlegu hliðina varðar. Eitthvað segir mér að þetta verði langur vetur því allt of margir gleymdu að leggja fyrir hluta af uppskeru sumarsins á meðan aðrir fengu lán út á fræin sem þeir áttu eftir að sá.

Ég var í hringiðunni sjálfur í mörg ár. Ég veit hvernig líðan það er að eiga ekki fyrir afborgunum af brothættri ímyndinni útávið. Nú síðast var komið á planið bæði mótorhjól, húsbíll, jeppabíll, konubíll og allur pakkinn. Við vorum bara svo heppin að sleppa úr hringiðunni áður en veturinn skall á heima og hjólin hættu að snúast réttsælis og fóru að snúast afturábak. En til þeirra sem eru á barmi örvæntingar og trúa því að það sé öðrum að kenna, langar mig að deila af eigin raunum.

Til að snúa lífinu til betri vegar þannig að tilveran hætti að snúast rangsælis þarf að byrja á því að rækta garðinn heima. Með því að líta í eigin barm og byrja að taka ábyrgð á sjálfum sér og þeirri stöðu sem maður er í þá fer hið ytra fljótlega að bera þess merki.

Allt sem áður var hálftómt fer að sýnast hálffullt. Ekki taka of stór skref. Byrja á litlum skrefum og litlum hlutum. Með því að gera litla jákvæða hluti á hverjum degi, hrósa einhverjum fyrir að líta vel út, faðma konuna að óvörum og þakka fyrir það sem maður hefur í stað þess að girnast það sem maður á ekki er allt sem þarf til að snúa þrálátri vanlíðan yfir í óþolandi jákvæðni, ef svo má að orði komast. Það er erfitt að trúa því að þessir litlu hlutir hafi svona mikil áhrif. Wink

Ég trúi því að í hvert einasta skipti sem maður fóðrar hið góða í sjálfum sér með jákvæðum hugsunum eða lætur eitthvað gott af sér leiða er skili það sér andlegri fullnægju, hamingju sem þarf ekkert að greiða fyrir. Er það ekki það sem við erum öll að leita að, allan daginn alla daga, vellíðan og andlegri fullnægju? InLove

Kveðja frá Esbjerg - IJ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll, kæri frændi. Þetta eru mjög góðar spekulerasjónir og umhugsunarverðar.

Ingunn frænka (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 18:28

2 identicon

En hvað ég er hjartanlega sammála þér Ingvar.

Kær kveðja, Dagný Erla.

Dagný Erla Vilbergsdóttir (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 00:04

3 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Mikið rétt hjá þér, þó er ég ósammála Þessu með hið góða og hið illa. Myndlíkingar hrökkva nú skammt hafirðu ekki trú á SJÁLFUM þér.

Eiríkur Harðarson, 8.7.2008 kl. 01:17

4 Smámynd: Ingvar Jónsson

En Eiríkur, ég held að við leggjum ekki sama skilning í hið góða og hið illa. Hvorutveggja er hluti af sjálfum mér. Til að halda trúnni á sjálfum mér verð ég að leggja meiri vinnu í að rækta hið góða, í mér sjálfum þ.e. það sjálf sem ég vil bera og vera ... Skiluru?

Ingvar Jónsson, 8.7.2008 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband