Frábær vika hjá okkur ...

Tjaldið góðaÞað er mikið búið að vera um að vera hjá fjölskyldunni síðustu viku. Amma kom í fimm daga í síðustu viku. Svo ákváðum við að taka okkur nokkurra daga frí og fara á vit ævintýranna.

Þar sem við erum námsfólk var ákveðið að taka ódýru leiðina og við fjárfestum í tjaldi og vindsængum og fórum á stað á Clio gamla út í náttúruna.

Við komumst að því að tjáldsvæðin í Danmörku eru algerlaga að gera sig. Þar er allt til alls og rúmlega það. Á tjaldstæðinu sem við fórum á voru til að mynda 3 eldhús með öllu (myndir fylgja) og minigolf og hoppukastalar og rafmagn og þráðlaust net og verslun og strönd og og og og ...

Þetta verður fastur liður hjá okkur á meðan við erum hérna úti. Og næsta sumar er hugmyndin að taka 3 vikur og keyra með tjaldið og vindsængurnar niður til Evrópu. Ítalíu, Frakkland, Holland, Þýskaland, Austuríki og Sviss, og svo Pólland fyrir afganginn. Grínlaust þá er þetta alger snilld og hund-ódýrt.

Helgin hjá okkur hefur verið gestkvæm. Við fengum til okkar frændfólk frá Bessó. Bræðurna Einar og Palla, konur þeirra beggja og börnin þeirra fimm. Palli og co. voru hjá okkur í nótt og eru nýfarin heim í Sönderborg þar sem þau búa.

Fimmtudaginn síðastliðin fengum við íslenska nágranna sem voru að flytja hingað út í nám. Þau eru með 2 börn, þriggja ára stelpu (algert krútt) og jafnaldra Ásbjörns. Það þótti mínum manni ekki leiðinlegt.

Meira í næstu viku! - Hellingur af nýjum myndum! - IJ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Svo er ALLTAF verið að ljúga að okkur að það sé alltaf allt best á Íslandi, hér er fokdýrt að skreppa í útilegu. Nánast hægt að bóka það að álpist maður inná tjaldstæði þá mæta manni yfirfullir skítakamrar "séu þeir yfirhöfuð á svæðinu" vonlítið að komast í nettengingu. Síðan er allt svo FOKdýrt að í útilegu fer helst engin, nema í sumarhús sé farið, þá tekur nú yfirleitt við að síðasta "fyllerýsgrúppa" skilur yfirleitt við bústaðinn svo gríðarlega skítugan að varla erhægt að vera þar vegna ósóma. Gleymdi að taka fram að venjulega (ekki alltaf) þá er nú leitun að huggulegu og þrifalegu tjaldstæði/húsbýlastæði.

Þetta er bara ÓÞOLANDI.

Eiríkur Harðarson, 20.7.2008 kl. 14:34

2 identicon

Takk kærlega fyrir okkur! Þetta var alveg hrikalega skemmtilegt :-)

Helga, Palli og synir (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 17:17

3 identicon

Kíka á bloggið mitt mjöööög áriðandi www.blog.central.is/toggzy

togga (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 03:00

4 identicon

Takk fyrir síðast. Þetta var að vonum mjög gaman. Bestu þakkir fyrir góðan mat. Að gestristninni þurfti jú ekki að spyrja.

Einar, Svava, Dagrún, Valdís og Bjössi.

Einar (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 22:21

5 identicon

Hæ, kæri frændi.  Ég skil ykkur svo vel að vera í tjaldi, því það er algjört æði, í staðinn fyrir að vera draga skuldahalann á eftir sér. Eins og þú væntanlega hefur séð á blogginu mínu, þá erum við Heimir komin með útilegubakteríuna og við nýtum hverja helgi í útilegu, bjóði veðurguðirnir upp á útileguhæft veður:-) Þetta er bara geggjað, en ég efast um að íslensku tjaldstæðin nái að toppa þau dönsku í gæðum

Ingunn frænka (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 08:24

6 identicon

sendum bestu afmæliskveðjur í heimi til hennar Sigrúnar okkar Trúi ekki öðru en að það sé stjanað við hana í dag, sem og aðra daga:) hehehee

Bestu kveðjur

Fríður, Kristinn og Ragnheiður

Fríður og co (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband