Við erum flutt ... loksins allt klárt!

Öllu trillað á milli í rigningunniJæja þá er erilsamri viku að ljúka og ný að fæðast. Þessi vika hjá okkur hefur verið skemmtileg. Við erum búin að flytja frá Vædderens Kvarter 270 yfir í númer 122. Nú erum við komin niður á jarðhæð og erum kominn með garð.

Við ákváðum þegar við fluttum að sækja stax um flutning í aðra íbúð á jarðhæð. Þegar við sóttum um vorum við númer 3 í röðinni þannig að við vissum að við fengjum það fljótlega í gegn. Það gerði það að verkum að við kláruðum aldrei að koma okkur fyrir hinumegin vitandi það að við myndum flytja aftur á næstu mánuðum. Og það kom á daginn.

Nú erum við kominn í þá íbúð sem við ætæum okkur að vera í næstu fjögur árin, ef allt fer að óskum.

Tvennt stendur uppúr eftir vikuna. Við erum ekki bara búin að flytja búslóðina á milli heldur erum við búin að mála báðar íbúðirnar líka. Þegar ég segi við þá er ég ekki bara að meina mig og Sigrúnu heldur líka okkar frábæru vini og nágranna. Við erum nefnilega svo heppin að hafa eignast æðislega vini og félaga hérna í götunni sem hafa verið okkur ómetanlega hjálpsöm alla vikuna. Okkur var boðið í mat á hverju kvöldi, alltaf voru einhverjir að hjálpa við að mála, þrífa og flytja og börnin okkar gengu á milli húsa því að foreldrar þeirra voru alltaf á fullu og höfðu engan tíma til að sinna þeim Crying.

Mig langar að nota tækifærið hérna og þakka ykkur öllum fyrir ómetanlega aðstoð og hjálpsemi. Það er mikil gæfa að eiga vini eins og ykkur , kossar og knús!!! (til ykkar stelpnanna!! Halo)

Annað er vert að minnast á sem einnig gerðist í vikunni. Við Sigrún vorum að þvælast á dba.dk sem er smáauglýsingavefur og rákumst þar á ansi hreins gamalt píanó sem var gefins fyrir þann fyrsta sem nennti að sækja það. Þetta var fólk sem átti svo mikið af peningum að það vildi bara losna við það af því að það "passaði" ekki lengur við það sem var í stofunni hjá þeim.

Til að gera langa sögu stutta þá fórum við Kristinn nágranni minn á jeppanum hans og leigðum okkur kerru og keyrðum fórum í 5 tíma ferðalag og náðum í helv. píanóið. Nú er það nýjasta stofustássið eins og sést á myndinni sem ég setti inn ásamt nokkrum öðrum.Antik píanóið

Gott í bili frá Esbjerg - IJ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Þarftu þá ekki að bolta niður nótnaborðslokið, vilji þið(hjónin)fá svefnfrið eða ertu stáltaugamaður? By the way til hamingju með húsið/íbúðina og nágrannana

Eiríkur Harðarson, 10.8.2008 kl. 20:20

2 identicon


Tilhamingju með þetta allt saman, það hefur verið hörku fjör hjá ykkur að standa í þessum flutningum   það er gott að þið hafið góða nágranna.

Ég kem í heimsókn einhverntímann í haust og sé nýju íbúðina.

 

Kveðja  frá Odense

 

Nils

Nils (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 15:46

3 identicon

Til hamingju með nýju íbúðina og píanóið er geggjað!!!!! Devill væri ég til í eitt svona lagað í stofuna mína.... ef hún væri nokkuð mörgum fermetrum stærri

Ingunn frænka (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 23:38

4 identicon

Helloooow

Jæja komin með eina nýja..
Hlakka til koma sjá hana í nóvember ...
Sé ykkur alvega í nóvember :D

 Sjáumst

Togga

Togga (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband