Þetta er helst í fréttum ...

Langt síðan síðast ...

Nú eru hátíðirnar að baki og lífið er fallið í skorður aftur. Af mér er það helst að venjulegu skólahaldi er lokið hjá mér í bili. Nú er ég að vinna að lokaritgerðinni minni. Ég var svo heppinn að komast að í Idea-house með mína viðskiptahugmynd, sem skoða má hér án þess að ég vilji uppljóstra of miklu þar um.

Idea-house er consept sem styrkt er aðallega af eiganda Danfoss í Danmörku. Þau eru alls 7 í Danmörku og hér í Esbjerg sitjum við 7 saman og erum að vinna að okkar hugmyndum. Þar höfum við einnig greiðann aðgang að allri þeirri ráðgjöf sem hægt er að fá við stofnun, gangsetningu og rekstur fyrirtækja, allt án endurgjalds sem er náttúrulega algerlega frábært.

Aramotin 2008Hjá okkur er búið að vera gestkvæmt í meira lagi (sem er bara frábært!!!) Mamma og pabbi voru hjá okkur fyrir jólin, Jóhann Birgir og Kalli bróðir komu og voru yfir áramótin. Nils frændi var hjá okkur gamlárskvöld og nú eru Kristinn, Fríður og litla dóttir þeirra eru búin að vera hjá okkur í viku og fara snemma í fyrramálið. Svo koma Grímar bróðir og Gugga hans um helgina og síðast en ekki síst kemur mamma aftur 19. febrúar og verður í viku. Myndin hér er frá gamlárskveldi ...

Af elskunni minni er það helst að hún er að brillera í dönskuskólanum. Hún er þar 3 daga í viku og svo er hún ennþá að þrífa 3 hús í viku (fyrir utan sitt eigið að sjálfsögðu ... Sick.

Af Hjördísi er það helst að hún er orðin tvítyngd. Það er alveg frábært að fylgjast með þegar hún er að skipta á milli tungumálanna. Ef hún er spurð að einhverju á íslensku þá svarar hún á íslensku en ef hún er spurð á dönsku þá svarar hún á dönsku - ekkert vandamál þar.

Ásbjörn er kominn í Sönderis skólann, hættur í dönskukennslu og kominn í bekk með dönskum krökkum. Nú hjólar hann í skólann á morgnana en áður þurftum við að keyra hann. Hann er orðinn alveg fluðende í dönsku og er hinn kátasti með þetta. Í kvöld var Diskó-kvöld í skólanum og hann var ekkert smá spenntur að fara. Hann var nú samt ekkert á því að dansa mikið og ekki var inni í myndinni að kíkja á stelpurnar og af viðbrögðunum hans að dæma eru þær allar með holdsveiki ... Undecided Hann er byrjaður að æfa handbolta eins og stóri bróðir og fór að keppa síðustu helgi. Það var hann settur í markið og uni því vel.

Ég er með helv. helling af myndum sem ég heldi inn á næstu dögum. Þær eru uppi í Hugmyndahúsi, í tölvunni minni þar.

kveðja frá Esbjerg - Ingvar

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband