Flatkökur - Alveg frábærar!!!

Flatkökur Hrútafjórðungsins – (Vædderens Kvarter) gatan okkar Ingu hér í DK ... Smile

300 gr. haframjöl
1.500 kg kíló hveiti
250 gr. Rúgmjöl
800 gr. kartöflumús
2 msk. Salt
4 tsk. lyftiduft
4 mtsk. sykur
1,5 ltr sjóðandi vatn (verður að vera sjóðandi til að bleyta vel upp í haframjölinu)

Dugar í ca. 35 kökur

Hnoða eins lítið og hægt er. Best er að nota uppþvottahanska þegar hnoðað er því vatnið er jú sjóðandi heitt. Fletja út í ca. 3-4 mm. Leggja disk á útflatt deigið sem er í svipaðri stærð og hellan og skera hringinn. Kökurnar eiga að vera frekar blautar, getur verið erfitt að ná þeim upp en það hefst með lagni og pönnukökuspaða. Ekki reyna að baka þetta á pönnu, það gefur ekki rétta bragðið. það verður að baka þær beint á rafmagnshellu (alls ekki spam eða hvað þetta nú heitir allt saman)Fjárfestu frekar í stakri rafmagnshellu (kosta ekki nema 2-3 þús.) það margborgar sig. Fýra hellu svo í Max og baka 30-45 sek á hvorri hlið, fer eftir þykktinni ...

Þess má geta að það hefur tekið okkur (Ingvar og Ingu) rúma 2 mánuði að þróa þessa uppskrift. En það var þess virði því þær eru bæði mjúkar og sérlega bragðgóðar. Næsti flatkökubakstur verður 20. feb. þá bökum við fyrir þorrablótið hér í Esbjerg!!!

Verði þér að góðu!!

Kveðja frá Esbjerg - IJ


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Heyrðu kallinn minn.  Hér kemur tillaga frá proffa.  Slepptu því að fá þér rafmagnshellu og notaðu frekar gastæki (svona eins og notaður er til að brenna málningu af gluggum, bræða tjörupappa oþh og er til á öllum betri heimilum) og brenndu kökurnar með honum.  Passaðu bara að kveikja ekki í húsinu.  Svínvirkar

Biggi fv æfingafélagi (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband