... er fjölskyldan komin hingað út. Þetta er búið að vera æðislegur tími. Við erum að taka upp úr síðustu kössunum og mynd er að koma á heimilið okkar.
Ég fæ ekki betur séð og fundið en að börnin kunni því afar vel að fjölskyldan sé loksins komin saman aftur. Hjördís er nú ekkert að fatta það að hún sé komin í annað land en er búin að taka pabba sinn í sátt og orðin svolítil pabbastelpa aftur. Hún var ekkert allt of sátt við að ég væri alltaf svona lengi í burtu.
Ásbjörn er hinsvegar örlítið óöruggur með alla þessa dani. Hann er nú samt nokkuð viss um að hann komi til með að ná Dönskunni fljótlega því hann sagði við afa sinn í símanum um daginn að hann skyldi kenna honum Dönsku þegar hann kemur í sumar.
Það fer að líða að því að krakkarnir komist á leikskóla því að Esbjerg er með 3ggja mánaða tryggingu á leikskólaplássi og þýðir það að þau verði komin inn fyrir 13. febrúar.
Við erum hægt og rólega að byrja að kynnast öðrum íslendingum í hverfinu. Við buðum fjölskyldu frá Vestmannaeyjum, Ölla, Guðbjörgu og börnunum þeirra þremur í mat á sunnudagskvöldið og áttum með þeim yndislega kvöldstund.
Sigrún er að byrja á bókhaldsnámskeiði á morgun og ætlar að freista þess að fá vinnu við bókhald hérna úti. Hún er búin að vinna við það í nokkur ár og ætlar á námskeiðið til að læra fagorðin á dönsku.
Ég er búin að fá út úr jólaprófunum og gekk mér mjög vel. Svo fengum við hæstu einkunn fyrir stóra verkefnið okkar sem við skiluðum fyrir jól, enda frábærir krakkar sem ég var með í hópnum, Janní og Atli.
Ég verð með reglulegar fréttir af okkur hérna úti og verð duglegur að láta myndir fylgja með.
Kossar og knús frá Esbjerg! - IJ
Vinir og fjölskylda | 22.1.2008 | 19:01 (breytt 23.1.2008 kl. 08:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Oft hefur verið skrafað um það að Daninn sé bæði rólegur og ligeglad ...
Ég er nú fluttur og fór í það að flytja sjónvarpið og netið líka. Þá fékk ég þau svör hjá TDC hér í danmörku að það tæki 2-3 vikur. Það er á plani hjá þeim að flytja þjónustuna eftir 17. jan. Ég er nú ekki viss um að þessi þjónusta yrði gúdderuð á klakanum.
En allavega fyrir ykkur sem eruð að kíkja inn þá er það orsökin fyrir því að lítið er um blogg hjá mér þessa dagana.
Fjölskyldan kemur á föstudaginn, daginn eftir að ég klára prófin!
Kveðja frá Esbjerg! IJ
Vinir og fjölskylda | 6.1.2008 | 12:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)