Það kemur reglulega upp sú skynvilla hjá mér að ég þurfi nú að fara að drífa mig í að fara að gera eitthvað við lífið. Ég er að detta í fertugt og ekki ennþá búinn að ákveða hvað ég ætli að verða þegar ég verð stór.
En hvað liggur á? Hvað skiptir máli? Hvað er málið? Hvaða rugl er í gangi?
Sem betur fer er ég farinn að sjá ruglið í þessum hugsunarhætti. Ég hef aldrei haft það svona gott. Ég hef aldrei haft svona mikinn tíma fyrir mína nánustu. Við eigum ekki neitt , en á móti þá skuldum við ekki neitt
. Miðað við ástandið heima núna þá eru það víst forréttindi sem vert er að þakka fyrir.
Þó það sé erfitt að segja til um hvað framtíðin beri í skauti sér þá tel ég samt sem áður víst að við verðum hérna úti í einhver ár í viðbót. Daninn með sínum frábæra sósjal gerir okkur kleyft að lifa sómasamlegu lífi á meðan ég er í námi. Frípláss fyrir börnin í leikskóla, háar húsaleigubætur á lága húsaleigu og þar fram eftir götunum. Einu raunverulegu áhyggjurnar sem ég hef þessa dagana eru verkefnin sem ég er að skila í skólanum ... og ekki heldur það nú fyrir mér vöku!
Fyrir ykkur "heima" á Íslandi þá er líka gaman að segja frá því að ég er í stuttbuxum í skólanum í dag, 16° hiti á mælinum í morgun. Fuglarnir í skóginum báðu mig um kveðju til ykkar þegar ég hjólaði í skólann og íkornarnir líka!!!!
Fjölskyldan biður líka að heilsa. Ég og Hjördís ætlum að kíkja á klakann um helgina. Ég er að skemmta á laugardaginn og hún ætlar að vera hjá ömmu sinnu. Ásbjörn og Sigrún ætla að hafa eitthvað fjör hjá sér, fara í Lególand og skemmta sér saman.
Kveðja frá Esbjerg!!!! IJ
Vinir og fjölskylda | 28.4.2008 | 08:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég hef lengi verið mikill áhugmaður um mat og eldamennsku eins og á mér sést.
Eitt hef ég samt aldrei gefið mér tíma í að stúdera og það er spaghettísósa. Spaghettísósa er nefnilega ekki sama og spaghettísósa!
Hér er afraksturinn ... uppskriftin er fyrir ca. 6
ATH! Sósan þarf að malla í allavega 2 tíma, það er galdurinn!!!
1/2 kg. nautakhakk
2 laukar
5 rif hvítlaukur
2 stilkar sellerí
2 stórar gulrætur
2 dósir hakkaðir tómatar (með basiliku eða einhverju grænkryddi)
1/2 bolli tómatsósa
3 dl. vatn (skemmir ekki fyir að skvetta smá rauðvíni út í, ef þetta á að vera spari)
1 teningur af góðum kraft - Kjúklinga, lamba eða nauta, skiptir ekki öllu máli
2-3 mtsk. Sweet Chilli sósa (eða 1/2 tsk. chilli pipar og 1 mtsk. sykur)
1 tsk. paprikuduft
1 tsk. origano
1 tsk. timian, rósmarin eða eitthvað grænt og vænt
salt og pipar e. smekk
Fyrst þursteikti ég hakkið og tók það frá. Þar sem ég er með lítil börn þá steikti ég saman lauk, hvítlauk, gulrætur og sellerí þar til það var orðið meyrt og maukaði það svo með töfrasprota. Þannig losna ég við að krakkarnir borði matinn eins og fornleifafræðingar.
Svo set ég allt saman, maukið, tómatana og restina af hráefninu og leyfi þessu að malla á lágum hita í ca. 2 tíma.
Þetta er sem sagt barnaútgáfan af þessu. Frábært er að setja í þetta rauðvín til að poppa þetta upp og svo það sem er til í ískápnum, sveppi, papriku eða eitthvað annað spennandi.
Þegar búið er að sjóða og sigta spaghettíið þá mæli ég með því að henda í það smá smjörklípu eða ólífuolíu svo það klumpist ekki saman.
Svo þegar allt er komið á diskinn er bara að fullkomna þetta með rifnum parmesan og ferskri steinselju.
Þetta er dýrari týpan af sósu!!!!
Kveðja frá esbjerg - IJ
Vinir og fjölskylda | 18.4.2008 | 17:19 (breytt kl. 17:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég er búinn að vera á kafi í verkefnavinnu í skólanum. Við fórum í Lególand í gær til að fagna skilum á stóra verkefninu mínu. Ég er búinn að setja inn helling af nýjum myndum og kem til með að skrifa annál á morgun.
Það þýðir ekkert að sitja við skrif þegar það er sól og 14 stiga hiti úti.
Bless í bili - IJ
Vinir og fjölskylda | 12.4.2008 | 11:36 (breytt kl. 11:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)