Ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta þegar ég segi frá þessu. Allavega er þetta hálfgert grín alltsaman alveg sama hvernig á það er litið, og þar við situr!!
Við erum búin að hafa yndislega gesti hjá okkur sl 2 vikur. Fyrst kom hún Helena með dóttur sína. Hún er að flytja hingað út og kemur til með að vera í skólanum með mér. Hún hafði ekki hugmynd um að Sigrún byggi hérna úti en þær voru saman í nuddskólanum.
Svo kom tengdó og var hérna í viku. Hún átti frábærar stundir með Sigrúnu og krökkunum. Ég sat nú heima flesta daga og var að skrifa kennslubækur fyrir NTV sem byrjað var að kenna eftir í dag. (Kláraði í gærkveldi) þannig að ég var nú minna með þeim.
Núna erum við aðbíða eftir að það verði klárað að setja upp nýja eldhúsinnréttingu hjá okkur en því ætti að ljúka fyrir jól (með þessu áframhaldi)
Til að gefa ykkur smá vísbendingu um hvað ég er að tala um þá er mjög rík virðing borin fyrir verksviði annara iðnaðarmanna. Timburmaður sker út fyrir vaskinum en setur hann ekki í, það gerir smiðurinn. Smiður skrúfar ekki fyrir vatn, það gerir píparinn. Smiður borar ekki gat í plötu fyrir rafmagnsdós, það gerir rafvirkinn og svona heldur vitleysan áfram.
Það er nú margt gott hægt að segja um dani og danska menningu og margt sem við ættum að taka til fyrirmyndar en verklag og framganga danskra iðnaðarmanna sýnist mér aðallega ganga út á samfélagslega félagshyggju og aumingjaskap.
Já maður verður pirraður þegar maður hefur ekki haft eldavélina tengda í átta daga og ekkert rennandi vant jafn lengi. Það eru takmörk fyrir því hvað hægt er að elda fjölbreytt fæði með gasgrilli og örbylgjuofn. Og fyrir þá sem ekki hafa reynt þá er það ágætis æfing í æðruleysi að vaska upp í baðvaski kvöld eftir kvöld.
Stuð og stemning í Esbjerg - Ingvar (Nýjar myndir komnar inn)
Vinir og fjölskylda | 31.8.2008 | 21:57 (breytt 1.9.2008 kl. 18:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Jæja þá er erilsamri viku að ljúka og ný að fæðast. Þessi vika hjá okkur hefur verið skemmtileg. Við erum búin að flytja frá Vædderens Kvarter 270 yfir í númer 122. Nú erum við komin niður á jarðhæð og erum kominn með garð.
Við ákváðum þegar við fluttum að sækja stax um flutning í aðra íbúð á jarðhæð. Þegar við sóttum um vorum við númer 3 í röðinni þannig að við vissum að við fengjum það fljótlega í gegn. Það gerði það að verkum að við kláruðum aldrei að koma okkur fyrir hinumegin vitandi það að við myndum flytja aftur á næstu mánuðum. Og það kom á daginn.
Nú erum við kominn í þá íbúð sem við ætæum okkur að vera í næstu fjögur árin, ef allt fer að óskum.
Tvennt stendur uppúr eftir vikuna. Við erum ekki bara búin að flytja búslóðina á milli heldur erum við búin að mála báðar íbúðirnar líka. Þegar ég segi við þá er ég ekki bara að meina mig og Sigrúnu heldur líka okkar frábæru vini og nágranna. Við erum nefnilega svo heppin að hafa eignast æðislega vini og félaga hérna í götunni sem hafa verið okkur ómetanlega hjálpsöm alla vikuna. Okkur var boðið í mat á hverju kvöldi, alltaf voru einhverjir að hjálpa við að mála, þrífa og flytja og börnin okkar gengu á milli húsa því að foreldrar þeirra voru alltaf á fullu og höfðu engan tíma til að sinna þeim .
Mig langar að nota tækifærið hérna og þakka ykkur öllum fyrir ómetanlega aðstoð og hjálpsemi. Það er mikil gæfa að eiga vini eins og ykkur , kossar og knús!!! (til ykkar stelpnanna!! )
Annað er vert að minnast á sem einnig gerðist í vikunni. Við Sigrún vorum að þvælast á dba.dk sem er smáauglýsingavefur og rákumst þar á ansi hreins gamalt píanó sem var gefins fyrir þann fyrsta sem nennti að sækja það. Þetta var fólk sem átti svo mikið af peningum að það vildi bara losna við það af því að það "passaði" ekki lengur við það sem var í stofunni hjá þeim.
Til að gera langa sögu stutta þá fórum við Kristinn nágranni minn á jeppanum hans og leigðum okkur kerru og keyrðum fórum í 5 tíma ferðalag og náðum í helv. píanóið. Nú er það nýjasta stofustássið eins og sést á myndinni sem ég setti inn ásamt nokkrum öðrum.
Gott í bili frá Esbjerg - IJ
Vinir og fjölskylda | 10.8.2008 | 19:57 (breytt kl. 20:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)