Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Flatkökur - Alveg frábærar!!!

Flatkökur Hrútafjórðungsins – (Vædderens Kvarter) gatan okkar Ingu hér í DK ... Smile

300 gr. haframjöl
1.500 kg kíló hveiti
250 gr. Rúgmjöl
800 gr. kartöflumús
2 msk. Salt
4 tsk. lyftiduft
4 mtsk. sykur
1,5 ltr sjóðandi vatn (verður að vera sjóðandi til að bleyta vel upp í haframjölinu)

Dugar í ca. 35 kökur

Hnoða eins lítið og hægt er. Best er að nota uppþvottahanska þegar hnoðað er því vatnið er jú sjóðandi heitt. Fletja út í ca. 3-4 mm. Leggja disk á útflatt deigið sem er í svipaðri stærð og hellan og skera hringinn. Kökurnar eiga að vera frekar blautar, getur verið erfitt að ná þeim upp en það hefst með lagni og pönnukökuspaða. Ekki reyna að baka þetta á pönnu, það gefur ekki rétta bragðið. það verður að baka þær beint á rafmagnshellu (alls ekki spam eða hvað þetta nú heitir allt saman)Fjárfestu frekar í stakri rafmagnshellu (kosta ekki nema 2-3 þús.) það margborgar sig. Fýra hellu svo í Max og baka 30-45 sek á hvorri hlið, fer eftir þykktinni ...

Þess má geta að það hefur tekið okkur (Ingvar og Ingu) rúma 2 mánuði að þróa þessa uppskrift. En það var þess virði því þær eru bæði mjúkar og sérlega bragðgóðar. Næsti flatkökubakstur verður 20. feb. þá bökum við fyrir þorrablótið hér í Esbjerg!!!

Verði þér að góðu!!

Kveðja frá Esbjerg - IJ


Þetta er helst í fréttum ...

Langt síðan síðast ...

Nú eru hátíðirnar að baki og lífið er fallið í skorður aftur. Af mér er það helst að venjulegu skólahaldi er lokið hjá mér í bili. Nú er ég að vinna að lokaritgerðinni minni. Ég var svo heppinn að komast að í Idea-house með mína viðskiptahugmynd, sem skoða má hér án þess að ég vilji uppljóstra of miklu þar um.

Idea-house er consept sem styrkt er aðallega af eiganda Danfoss í Danmörku. Þau eru alls 7 í Danmörku og hér í Esbjerg sitjum við 7 saman og erum að vinna að okkar hugmyndum. Þar höfum við einnig greiðann aðgang að allri þeirri ráðgjöf sem hægt er að fá við stofnun, gangsetningu og rekstur fyrirtækja, allt án endurgjalds sem er náttúrulega algerlega frábært.

Aramotin 2008Hjá okkur er búið að vera gestkvæmt í meira lagi (sem er bara frábært!!!) Mamma og pabbi voru hjá okkur fyrir jólin, Jóhann Birgir og Kalli bróðir komu og voru yfir áramótin. Nils frændi var hjá okkur gamlárskvöld og nú eru Kristinn, Fríður og litla dóttir þeirra eru búin að vera hjá okkur í viku og fara snemma í fyrramálið. Svo koma Grímar bróðir og Gugga hans um helgina og síðast en ekki síst kemur mamma aftur 19. febrúar og verður í viku. Myndin hér er frá gamlárskveldi ...

Af elskunni minni er það helst að hún er að brillera í dönskuskólanum. Hún er þar 3 daga í viku og svo er hún ennþá að þrífa 3 hús í viku (fyrir utan sitt eigið að sjálfsögðu ... Sick.

Af Hjördísi er það helst að hún er orðin tvítyngd. Það er alveg frábært að fylgjast með þegar hún er að skipta á milli tungumálanna. Ef hún er spurð að einhverju á íslensku þá svarar hún á íslensku en ef hún er spurð á dönsku þá svarar hún á dönsku - ekkert vandamál þar.

Ásbjörn er kominn í Sönderis skólann, hættur í dönskukennslu og kominn í bekk með dönskum krökkum. Nú hjólar hann í skólann á morgnana en áður þurftum við að keyra hann. Hann er orðinn alveg fluðende í dönsku og er hinn kátasti með þetta. Í kvöld var Diskó-kvöld í skólanum og hann var ekkert smá spenntur að fara. Hann var nú samt ekkert á því að dansa mikið og ekki var inni í myndinni að kíkja á stelpurnar og af viðbrögðunum hans að dæma eru þær allar með holdsveiki ... Undecided Hann er byrjaður að æfa handbolta eins og stóri bróðir og fór að keppa síðustu helgi. Það var hann settur í markið og uni því vel.

Ég er með helv. helling af myndum sem ég heldi inn á næstu dögum. Þær eru uppi í Hugmyndahúsi, í tölvunni minni þar.

kveðja frá Esbjerg - Ingvar

 


Jólamyndir

Desember 2008 001Hæ allir. Var að setja inn 72 nýjar myndir. Jólaannállinn er í smíðum ...

Gleðileg jól og allt það!

Kv. Ingvar


Nýjar myndir

Fyrirsæta framtíðarNú erum við orðin ein í kotinu aftur og lífið komið í sínar skorður aftur. Mamma fór í dag með fyrri helminginn af jólagj-fum til ættingjanna og kemur svo aftur eftir mánuð og tekur restina ...

Ótrúlegur dugnaður í gömlu að ferðast þetta. Ég sagði Hjördísi yngri, þegar hún spurði um ömmu sína á leið heim úr leikskólanum í dag, að amma væri farin í flugvélina. Þá gretti sú litla sig, stundi og sagði: "ææjjiiii!!!!" af meiri innlifum en alki sem kemur að lokuðum bar!!! Enda langbesta amma í heimi ... Wink

Kossar og knús til allra!!!! - IJ


Fréttir frá Esbjerg ...

Héðan er það helst í fréttum að það hefur verið nokkuð gestkvæmt í nóvember. Hver gesturinn hefur elt annan og lýkur þessu í dag þegar heiðursgesturinn eða ætti ég kanski að segja heimalingurinn hún móðir mín sest hér að fram yfir helgi.

Af krökkunum er það að frétta að Hjördís er farin að tala mun meira en áður í setningum. Eina vandamálið er að hún er ekki að fatta það að danska og íslenska er ekki sama úngumálið og má því segja að hún tali Díslensku. En hverjum er ekki sama um það svo lengi sem hún skilur og er ekki misskilin. Hún heldur para áfram að ´"pústa" á matinn ef hann er of heitur og lætur okkur vita þegar hún er búin að búa til pulsur eða "lave pölser" sem er að kúka á leikskólamáli. Þá er spurning, ef þau búa til pulsur á leikskólanum, erum við fullorðna fólkið þá að framleiða bjúgur?? (Bara smá hugleiðing ... Smile)

Ásbjörn Ingi er kátur alla daga og er bæði kominn í skátana og farinn að æfa handbolta. Hann er mjög sáttur við lífið og tilveruna og er farinn að tala dönsku eins og innfæddur. Hann er viðalega mikið farinn að mannast og sem merki um það er hann farinn að yfirgefa sófann í hendingu þegar einhver kyssist á skjánum. Það finnst honum í meira lagi ósmekklegt, óviðeigandi og eiginlega bara ógeðfellt.

Sigrún mín er að blómstra líka. Hún tók upp á því að fara að prjóna og er orðin alveg "húkkt" á því helvíti. Það er meira að segja orðið svo slæmt að hún er farin að taka prjónaskapinn með sér í rúmið á kvöldin. Ég myndi nú ekki taka það helvíti í mál að öllu jöfnu en hef ákveðið að líta framhjá þessum ósið þangað til hún er búin með peysuna á mig. Ég fæ nefnilega að heyra það iðulega þegar ég kvarta yfir heimilisverksálagi og þúertekkiaðsinnakarlinumþínumnógumikið-væli að peysan á prjónunum sé handa mér. Ég hlakka bara til að hún klári hana svo heimilislífið falli í réttar skorður aftur. Svo er Sigrún í skóla frá mán-mið að læra dönsku. Hún er ekkert smá klár að verða. Fyrir hálfum mánuði fár hún upp um "level" og er algerlega að brillera í baunísku.

Hjá mér er prófundirbúningur skollinn á og það er nú líka ástæðan fyrir því að ég hef ekki verið mjög duglegur að blogga. En allt tekur þetta nú enda einhverntíman og endar þá  örugglega á besta veg.

Þannig er stemningin hérna hjá okkur. Allt í góðu, allir glaðir og lífið leikur við okkur. til allra vina minna (og okkar) vil ég minna á að mér þykir vænt um ykkur og það hefur gert líf mitt fyllra og innihaldsríkara að hafa kynnst ykkur. Lífið er til þess að njóta þess þó stundum blási á móti.

Erfileikar eru eldiviður framfara - Kveðja frá Esbjerg - Ingvar


Nokkrar myndir

Börnin okkar þrjú ..hahaHelst af okkur er það að frétta að síðustu helgi fórum við Sigrún niður til Köben, barnlaus og alslaus. Við höfðum þó hvort annað. Á laugardeginum fórum við á tónleikana með Bubba Morthens. Þar var líf og fjör og hrikalega mikið fyllerí á íslendingunum sem þar voru, það var nánast til skammar.

Hjá mér er vinnutörn skollin á sem lýkur nú líklega ekki fyrr en eftir jólaprófin. Ég og HJördís ætlum að skreppa til Íslands á fimmtudaginn og ætlum að vera í nokkra daga. Ég verð að skemmta þar um helgina. Þegar við komum til baka þá kemur Hrólfur vinur okkar með okkur og verður hjá okkur í nokkra daga. Svo kemur Þorgerður og verður hjá okkur í nokkra daga og að lokum kemur mamma og verður hjá okkur allt of stutt!!! Það er svo gott að hafa kellu hjá okkur.

Ég hennti inn nokkrum myndum frá því síðustu helgi og svo einnig að nýjasta meðlim fjölskyldunnar, varðkettinum ógurlega honum Elvis sem verður 12 vikna í vikunni. Hann á að passa húsið þegar við erum ekki heima. Hann sagði mér fyrrum eigandi að hann gæti hæglega malað þjófa til ólífis.

 Kveðja frá öllum í Esbjerg - Ingvar


Það er ekki öll vitleysan eins

Nú er tekið að harðna í ári hjá okkur hér útí Danmörku. Við erum nú heppin með það að vera í litlu bankaútibúi þar sem þjónustan er bæði góð og persónuleg því allt okkar fé er allt í bankanum heima og ekki nokkur leið að koma krónu hingað út Frown.

Til að bjarga okkur næstu vikurnar fórum við í bankann og fengum yfirdrátt án nokkurra vandamála þangað til leyst verður úr þessari flækju. En sömu sögu er ekki hægt að segja um alla hérna úti. Ég var að tala við vinkonu mína sem er í svipuðum sporum nema hvað að dagsskipunin hjá hennar banka var að íslendinga og allt sem íslenskt er á ekki að aðstoða eða lána fé og þannig er það víst hjá fleiri bönkum hef ég heyrt.

Þetta er vont mál. Það er búið að loka á debetkortin okkar og vísakortin þannig að ef þú ert ekki með haldbært fé þá ert þú bara upp á guð og götuna komin. Ég vona innilega að þetta fari nú að leysast.

Við erum í góðum málum og ekki þarf að hafa áhyggjur af okkur. Vetrarfríið er í gangi og ég er bara heima að læra. Sigrún fær hinsvegar ekkert frí í sínum skóla þannig að við ákváðum að fara ekkert í vikunni eins og upphaflega hafði verið planað.

Við ætlum þó að fara barnlaus niður til Kaupmannahafnar um helgina og vera 2 nætur á hóteli í sovna "Horny-moon". Helena vinkona okkar ætlat að vera hérna hjá okkur og hugsa um krakkana. Ég hlakka ekkert smá mikið til. Á laugardaginn ætlum við á Bubba-tónleika og svo ætlum við bara að vappa um borgina og skoða betlandi íslendinga á götuhornum ... Cool

Af daglega lífinu er það helst að frétta að við erum búin að vera í meira lagi þjóðleg síðustu tvær vikurnar. Við erum búin að baka rúgbrauð, steikja kleinur og nú síðast var búin til ekta íslensk kæfa til að hafa með rúgbrauðinu. Svona er þetta þegar maður er "bara" í skóla og hefur nægan tíma til að stússast í eldhúsinu.

Vonandi fer ástandið að batna heima á Íslandi. Við erum búin að taka þá ákvörðun að koma (kannski) heim eftir 3 ár, sumarið 2012. Ég sé ekki að maður hafi nokkuð að gera þangað fyrr ... Crying

Ég henti inn nokkrum myndum af okkur síðustu vikurnar.

Kveðja frá Esbjerg!! - IJ


Long time no see ... !!!

Já það er sko ekki satt sem upp á fólk er logið. Héðan er heill hellingur að frétta en ekki nokkur lifandi leið að ég nenni að blogga um það núna.

Þangað til þá verða myndirnar að tala sínu máli. Einhverjar eru teknar á Íslandi í síðustu viku (Ásbjörn og Sigrún fóru í réttir) en flestar eru síðan um helgina. Við fórum í frábæran dýragarð klukkutíma frá okkur og á opið hús eða ætti maður að segja "opið fjós" ... Smile

Þegar aðeins fer að róast í skólanum þá hendi ég inn nokkrum heitum slúðurfréttum héðan frá Danaveldi en það er sko af nægu að taka þar. Devil

Þangað til ... Kveðja - Ingvar


Danskir iðnaðamenn ... hahahaha!!!!

Ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta þegar ég segi frá þessu. Allavega er þetta hálfgert grín alltsaman alveg sama hvernig á það er litið, og þar við situr!!

Við erum búin að hafa yndislega gesti hjá okkur sl 2 vikur. Fyrst kom hún Helena með dóttur sína. Hún er að flytja hingað út og kemur til með að vera í skólanum með mér. Hún hafði ekki hugmynd um að Sigrún byggi hérna úti en þær voru saman í nuddskólanum.

Svo kom tengdó og var hérna í viku. Hún átti frábærar stundir með Sigrúnu og krökkunum. Ég sat nú heima flesta daga og var að skrifa kennslubækur fyrir NTV sem byrjað var að kenna eftir í dag. (Kláraði í gærkveldi) þannig að ég var nú minna með þeim.

Núna erum við aðbíða eftir að það verði klárað að setja upp nýja eldhúsinnréttingu hjá okkur en því ætti að ljúka fyrir jól (með þessu áframhaldi)

Til að gefa ykkur smá vísbendingu um hvað ég er að tala um þá er mjög rík virðing borin fyrir verksviði annara iðnaðarmanna. Timburmaður sker út fyrir vaskinum en setur hann ekki í, það gerir smiðurinn. Smiður skrúfar ekki fyrir vatn, það gerir píparinn. Smiður borar ekki gat í plötu fyrir rafmagnsdós, það gerir rafvirkinn og svona heldur vitleysan áfram.

Það er nú margt gott hægt að segja um dani og danska menningu og margt sem við ættum að taka til fyrirmyndar en verklag og framganga danskra iðnaðarmanna sýnist mér aðallega ganga út á samfélagslega félagshyggju og aumingjaskap.

Já maður verður pirraður þegar maður hefur ekki haft eldavélina tengda í átta daga og ekkert rennandi vant jafn lengi. Það eru takmörk fyrir því hvað hægt er að elda fjölbreytt fæði með gasgrilli og örbylgjuofn. Og fyrir þá sem ekki hafa reynt þá er það ágætis æfing í æðruleysi að vaska upp í baðvaski kvöld eftir kvöld.

 Stuð og stemning í Esbjerg - Ingvar (Nýjar myndir komnar inn)

 


Við erum flutt ... loksins allt klárt!

Öllu trillað á milli í rigningunniJæja þá er erilsamri viku að ljúka og ný að fæðast. Þessi vika hjá okkur hefur verið skemmtileg. Við erum búin að flytja frá Vædderens Kvarter 270 yfir í númer 122. Nú erum við komin niður á jarðhæð og erum kominn með garð.

Við ákváðum þegar við fluttum að sækja stax um flutning í aðra íbúð á jarðhæð. Þegar við sóttum um vorum við númer 3 í röðinni þannig að við vissum að við fengjum það fljótlega í gegn. Það gerði það að verkum að við kláruðum aldrei að koma okkur fyrir hinumegin vitandi það að við myndum flytja aftur á næstu mánuðum. Og það kom á daginn.

Nú erum við kominn í þá íbúð sem við ætæum okkur að vera í næstu fjögur árin, ef allt fer að óskum.

Tvennt stendur uppúr eftir vikuna. Við erum ekki bara búin að flytja búslóðina á milli heldur erum við búin að mála báðar íbúðirnar líka. Þegar ég segi við þá er ég ekki bara að meina mig og Sigrúnu heldur líka okkar frábæru vini og nágranna. Við erum nefnilega svo heppin að hafa eignast æðislega vini og félaga hérna í götunni sem hafa verið okkur ómetanlega hjálpsöm alla vikuna. Okkur var boðið í mat á hverju kvöldi, alltaf voru einhverjir að hjálpa við að mála, þrífa og flytja og börnin okkar gengu á milli húsa því að foreldrar þeirra voru alltaf á fullu og höfðu engan tíma til að sinna þeim Crying.

Mig langar að nota tækifærið hérna og þakka ykkur öllum fyrir ómetanlega aðstoð og hjálpsemi. Það er mikil gæfa að eiga vini eins og ykkur , kossar og knús!!! (til ykkar stelpnanna!! Halo)

Annað er vert að minnast á sem einnig gerðist í vikunni. Við Sigrún vorum að þvælast á dba.dk sem er smáauglýsingavefur og rákumst þar á ansi hreins gamalt píanó sem var gefins fyrir þann fyrsta sem nennti að sækja það. Þetta var fólk sem átti svo mikið af peningum að það vildi bara losna við það af því að það "passaði" ekki lengur við það sem var í stofunni hjá þeim.

Til að gera langa sögu stutta þá fórum við Kristinn nágranni minn á jeppanum hans og leigðum okkur kerru og keyrðum fórum í 5 tíma ferðalag og náðum í helv. píanóið. Nú er það nýjasta stofustássið eins og sést á myndinni sem ég setti inn ásamt nokkrum öðrum.Antik píanóið

Gott í bili frá Esbjerg - IJ 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband