Færsluflokkur: Matur og drykkur

Spaghettísósa a´la Gvario ...

spaghetti a´la GvarioÉg hef lengi verið mikill áhugmaður um mat og eldamennsku eins og á mér sést. Undecided

Eitt hef ég samt aldrei gefið mér tíma í að stúdera og það er spaghettísósa. Spaghettísósa er nefnilega ekki sama og spaghettísósa!

Hér er afraksturinn ... uppskriftin er fyrir ca. 6

ATH! Sósan þarf að malla í allavega 2 tíma, það er galdurinn!!!

1/2 kg. nautakhakk
2 laukar
5 rif hvítlaukur
2 stilkar sellerí
2 stórar gulrætur
2 dósir hakkaðir tómatar (með basiliku eða einhverju grænkryddi)
1/2 bolli tómatsósa
3 dl. vatn (skemmir ekki fyir að skvetta smá rauðvíni út í, ef þetta á að vera spari)
1 teningur af góðum kraft - Kjúklinga, lamba eða nauta, skiptir ekki öllu máli
2-3 mtsk. Sweet Chilli sósa (eða 1/2 tsk. chilli pipar og 1 mtsk. sykur)
1 tsk. paprikuduft
1 tsk. origano
1 tsk. timian, rósmarin eða eitthvað grænt og vænt
salt og pipar e. smekk

Fyrst þursteikti ég hakkið og tók það frá. Þar sem ég er með lítil börn þá steikti ég saman lauk, hvítlauk, gulrætur og sellerí þar til það var orðið meyrt og maukaði það svo með töfrasprota. Þannig losna ég við að krakkarnir borði matinn eins og fornleifafræðingar. Wink 

Svo set ég allt saman, maukið, tómatana og restina af hráefninu og leyfi þessu að malla á lágum hita í ca. 2 tíma.

Þetta er sem sagt barnaútgáfan af þessu. Frábært er að setja í þetta rauðvín til að poppa þetta upp og svo það sem er til í ískápnum, sveppi, papriku eða eitthvað annað spennandi.

Þegar búið er að sjóða og sigta spaghettíið þá mæli ég með því að henda í það smá smjörklípu eða ólífuolíu svo það klumpist ekki saman.

Svo þegar allt er komið á diskinn er bara að fullkomna þetta með rifnum parmesan og ferskri steinselju.

Þetta er dýrari týpan af sósu!!!!

Kveðja frá esbjerg - IJ


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband