Hrein föt en haugskítug sál ...

Ég er kominn í jólfrí!!! Whistling  Og svo á ég líka afmæli í dag!!! Wizard 

Þá er komið að því að fara að pakka niður og flytja. Það er nú ekki mikil vinna hjá mér að pakka því sem ég er með hérna úti. Við erum kanski að tala um einhverja klukkutíma. Það er eitthvað annað en heljamennið heima á íslandi. Konan mín er búin að vera í því að pakka búslóðinni heima síðan í nóvember. Svona var þetta líka þegar við fluttum frá Akureyri um síðustu jól. Önnur jólin í röð sem við búum í pappakössum. Úff! Aumingja konan mín. Ég er að hugsa um að afþakka öll jólakort um þessi jól og bið ykkur að senda konunni minni samúðarkort í staðinCrying.

Ég ætla að fljúga heim á sunudaginn og koma dótinu okkar í gám. Svo kem ég aftur hingað út þann 1. janúar til að taka á móti gámnum og losa hann. Svo fer ég í próf þann 10. jan. og svo kemur fjölkyldan daginn eftir til að vera. Svo erum við svo sófistikeruð að við fluttum með okkur gardínusaumara út sem verður hjá okkur í viku á meðan við erum að koma okkur fyrir. Það er hún mamma gamla sem ég er að tala um. Ekkert smá frábært að fá gömlu með okkur!!! Tounge

Það er búið að vera fínt að vera hérna í Hjerting, þó að það hafi verið fulllangt stundum að hjóla í skólann. Eitt er þó sem stendur upp úr. Það er helvítis þvottaefnisþjófurinn! Ég hef lent í því í ÞRÍGANG að einhver andskotans húsmóðirin hérna í hverfinu hefur rænt af mér þvottaefninu mínu úr þvottahúsinu á meðan ég hef verið að þvo. Hverjir stela þvottaefni???

Eftir að þetta gerðist hef ég tekið eftir því að húsmæðurnar hérna í hverfinu eru ekki eins og annarstaðar. Þær eru bæði skömmustulegar og niðurlútar þegar maður kastar á þær auga. Og ég er næstum viss um að ég hafi séð horn á hausnum á einni druslunni þar sem hún stóð á náttsloppnum, með kaffibollann og sígarettu í munnvikinu, í hreinum fötum en mig grunar að hún hafi skítuga sál, helv. tu****!!!!!!

Þrefalt húrra fyrir konunni minni!!!! Sú á eftir að fá dekur þegar ég kem heim!!!!

Kveðja frá Hjerting, í síðasta sinn! IJ


Bloggfærslur 14. desember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband