Nýja íbúðin ...

BakgarðurinnÉg fékk afhenta lyklana af nýju íbúðinni okkar í dag. Hún er í Sonderis sem er fjölskylduhverfi í sömu fjarlægð frá miðbænum og Garðabær er frá miðbæ Reykjavíkur.

Hún er á 2 hæðum, 104 fm. Niðri eru herbergi, stofa, elhús og hol. Uppi eru 2 svefnherbergi, pallur og baðherbergi. Í bakgarðinum er leikvöllur fyrir krakkana og svo annar leikvöllur ca. 100 m. frá ásamt malbikuðum körfuboltavelli.

Í hverfinu eru svo 2 leikskólar í ca. 5 min. göngufæri og smá verslunarþyrping með matvöruverslun, pizzastað, pöbb og einhverju fleira. Ég er ca. 15 min að hjóla í skólann og ætti að vera svipað lengi heim aftur ...!! :-)

 Frábær dagur í Esbjerg, rok og rigning en sól í hjarta!!! Kv. IJ


Bloggfærslur 4. desember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband