Oft hefur verið skrafað um það að Daninn sé bæði rólegur og ligeglad ...
Ég er nú fluttur og fór í það að flytja sjónvarpið og netið líka. Þá fékk ég þau svör hjá TDC hér í danmörku að það tæki 2-3 vikur. Það er á plani hjá þeim að flytja þjónustuna eftir 17. jan. Ég er nú ekki viss um að þessi þjónusta yrði gúdderuð á klakanum.
En allavega fyrir ykkur sem eruð að kíkja inn þá er það orsökin fyrir því að lítið er um blogg hjá mér þessa dagana.
Fjölskyldan kemur á föstudaginn, daginn eftir að ég klára prófin!
Kveðja frá Esbjerg! IJ
Vinir og fjölskylda | 6.1.2008 | 12:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)