Helst af okkur er það að frétta að síðustu helgi fórum við Sigrún niður til Köben, barnlaus og alslaus. Við höfðum þó hvort annað. Á laugardeginum fórum við á tónleikana með Bubba Morthens. Þar var líf og fjör og hrikalega mikið fyllerí á íslendingunum sem þar voru, það var nánast til skammar.
Hjá mér er vinnutörn skollin á sem lýkur nú líklega ekki fyrr en eftir jólaprófin. Ég og HJördís ætlum að skreppa til Íslands á fimmtudaginn og ætlum að vera í nokkra daga. Ég verð að skemmta þar um helgina. Þegar við komum til baka þá kemur Hrólfur vinur okkar með okkur og verður hjá okkur í nokkra daga. Svo kemur Þorgerður og verður hjá okkur í nokkra daga og að lokum kemur mamma og verður hjá okkur allt of stutt!!! Það er svo gott að hafa kellu hjá okkur.
Ég hennti inn nokkrum myndum frá því síðustu helgi og svo einnig að nýjasta meðlim fjölskyldunnar, varðkettinum ógurlega honum Elvis sem verður 12 vikna í vikunni. Hann á að passa húsið þegar við erum ekki heima. Hann sagði mér fyrrum eigandi að hann gæti hæglega malað þjófa til ólífis.
Kveðja frá öllum í Esbjerg - Ingvar
Vinir og fjölskylda | 26.10.2008 | 18:53 (breytt kl. 19:05) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)