Við erum að koma "heim"!

Nú er allt að gerast. Við erum á fullu að pakka, þvo, gera og græja! Við eigum flug á fimmtudgsmorguninn en ætlum að bæta einum degi við páskafríið og leggja af stað í fyrramálið (miðvikudag).

Við keyrum til Köben í fyrramálið og förum í Dýragarðinn með krakkana. Svo gistum við annað kvöld hjá vinafólki og komum svo "heim".

Á sunnudaginn er svo komið að Jóhanni mínum að ganga í fullorðinna manna tölu og játast Kristni. Veislan verður uppi í bústað hjá mömmu og pabba og við búumst við ríflega 80 manns í veislu. Svo verðum við á íslandi til 29. mars þannig að við ættum að hafa tíma til að hitta vini og kunningja á þeim tíma.

Hlakka til að sjá sem flesta!!!!!!!! - Kveðja frá Esbjerg - IJ


Bloggfærslur 11. mars 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband