Sólin er að kalla á mig ...

... en ég læt sem ég sjái hana ekki.2bigstockphoto_Happy_Sun_103457

Sumarið er skollið á okkur af fullum þunga. Það er búið að vera heiðskírt hjá okkur meira og minna´í 2 vikur. Hitinn hefur verið að stíga hægt og rólega og er núna að komast í 25° yfir miðjan daginn. Og svona er spáin líka. Sól, sól og sól næstu 2 vikurnar ... Police

Þetta er frábært fyrir þá sem eru í þessum pakkanum, að sóla sig og njóta lífsins, eins og Sigrún mín. Hún er orðin kaffibrún þessi elska enda er hún komin með það inn í rútínuna hjá sér að leggjast í sólbað þegar hún er búin með morgunskokkið í skóginum, eftir að hún fer með krakkana í skólann. NÆS!!! Cool

Ég bíð spenntur eftir að klára próflesturinn. Nú er hann að skella á af fullum þunga. Ég er að fara í 6 tíma próf á morgun og er búinn að vera INNI að lesa síðustu daga að undanskildum einum degi sem ég fór niður á strönd að lesa. Tók Ásbjörn og Anton með og þeir voru á sundskýlum að busla í sjónum. Hann er reyndar ekki orðinn alveg nægjanlega heitur ennþá til að synda í.

Ég fer í síðasta prófið 10. júní og eftir það er það bara Sunshine Raggiee!!!!!!

Sólarkveðjur frá Esbjerg - IJ


Bloggfærslur 8. maí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband