Jæja þá er þessu lokið í bili. Prófin yfirstaðin og sumarið komið ... eða farið???? Það er búið að vera frakar gott veður núna í 3 vikur og núna þegar ég er búinn í prófunum og klár á ströndina spáir rigningu næstu níu daga!!! Ha, ha, ha!!!!
Það skiptir nú samt engu máli. Ég og konan finnum okkur eitthvað að dunda í rigningunni. Ég er með nokkrar bækur á kantinum sem mig langar að lesa, þ.e. annað en skólabækur.
Svo er ég líka búinn að fá vinnu í sumar. Tók að mér að skrifa tvær kennslubækur fyrir MS-office. Það er flott, ég get nú aldeilis notað rigningardagana í það!
Annars eru allir hér í frábærum fíling. Við erum að fara til Köben um helgina. Ætlum að vera þar fram á mánudag, þá kemur Jóhann Birgir og verður hjá okkur í tæpar tvær vikur áður en hann fer til Svíþjóðar að keppa í handbolta!!!
Stuð og stemning í Esbjerg!!! - IJ
Vinir og fjölskylda | 10.6.2008 | 16:32 (breytt kl. 16:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)