Frábær vika hjá okkur ...

Tjaldið góðaÞað er mikið búið að vera um að vera hjá fjölskyldunni síðustu viku. Amma kom í fimm daga í síðustu viku. Svo ákváðum við að taka okkur nokkurra daga frí og fara á vit ævintýranna.

Þar sem við erum námsfólk var ákveðið að taka ódýru leiðina og við fjárfestum í tjaldi og vindsængum og fórum á stað á Clio gamla út í náttúruna.

Við komumst að því að tjáldsvæðin í Danmörku eru algerlaga að gera sig. Þar er allt til alls og rúmlega það. Á tjaldstæðinu sem við fórum á voru til að mynda 3 eldhús með öllu (myndir fylgja) og minigolf og hoppukastalar og rafmagn og þráðlaust net og verslun og strönd og og og og ...

Þetta verður fastur liður hjá okkur á meðan við erum hérna úti. Og næsta sumar er hugmyndin að taka 3 vikur og keyra með tjaldið og vindsængurnar niður til Evrópu. Ítalíu, Frakkland, Holland, Þýskaland, Austuríki og Sviss, og svo Pólland fyrir afganginn. Grínlaust þá er þetta alger snilld og hund-ódýrt.

Helgin hjá okkur hefur verið gestkvæm. Við fengum til okkar frændfólk frá Bessó. Bræðurna Einar og Palla, konur þeirra beggja og börnin þeirra fimm. Palli og co. voru hjá okkur í nótt og eru nýfarin heim í Sönderborg þar sem þau búa.

Fimmtudaginn síðastliðin fengum við íslenska nágranna sem voru að flytja hingað út í nám. Þau eru með 2 börn, þriggja ára stelpu (algert krútt) og jafnaldra Ásbjörns. Það þótti mínum manni ekki leiðinlegt.

Meira í næstu viku! - Hellingur af nýjum myndum! - IJ 


Bloggfærslur 20. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband