Mesti vitleysingurinn var ég sjálfur!

Ég datt inn í viðtal í síðustu viku þar sem Dr. Phil var að tala við Jamie Lee Curtis. Þar var hún að útskýra hvaða áhrif það hafi haft á líf sitt þegar hún opnaði augun fyrir mætti þess að skipta út orðinu „þarf“ fyrir orðin „fæ að“ eða „ég get“. Þó að þetta kunni í fyrstu að hljóma einfalt og allt að því naívt þá leynast í þessum orðaskiptum ótrúlegur kraftur og sannleikur.

Sem dæmi nefndi hún að allt of margir tala um  að þeir „þurfi“ að fara í vinnu þegar þeir ættu að þakka fyrir að „fá að“ fara í vinnu eða „ég get“ farið í vinnu. Fleiri tala um að þeir „þyrftu að“ fara í ræktina á meðan samviskan biður um að „fá að“ fara o.s.frv.

Mér fannst þetta frábært viðtal og talaði um það við ástina mína hvað við værum oft vanþakklát fyrir það sem við ættum, tækifærunum sem við hefðum og öllu því sem við gætum gert.

Það liggur líka við að ég skammist mín þegar ég hugsa til þess  hversu oft ég hef „þurft“ að koma börnunum mínum í rúmið. Ég hef nú verið frá þeim í eina viku og væri sko til í að gefa gott betur en eitt rif til að „fá að“ koma þeim í ró og undirbúa þau undir svefninn. Ég sé það núna úr fjarska eftir að hafa flutt hingað út að ég hefði alveg mátt  staldra oftar við og njóta þess sem ég hafði þó ég hafi ekki alltaf þurft þess!?

Ég stóð mig líka að þeirri hugsun í gær að ég „þyrfti“ að vera í bekk með kínverjum, tyrkjum, afríkubúum og ótal öðrum vitleysingum þegar ég áttaði mig á því að mesti vitleysingurinn kom frá íslandi. Það var ég sjálfur!

Þvílík forréttindi að „fá að“ læra alþjóða markaðsfræði í bekk sem samanstendur af svo fjölbreyttum hóp frá 12 mismunandi þjóðlöndum með svo ólíkan bakgrunn. Og vá hvað það munaði litlu að ég léti sjálfhverfu mína, fordóma og þröngsýni eyðileggja fyrir mér tækifærin til að kynnast þessu fólki af auðmýkt í stað þess að þykjast á einhvern hátt yfir það hafinn.

Jæja, ég þarf að fara að sofa eða ætti ég ekki frekar að segja; „Nú get ég farið að sofa!“ Aumingja þeir sem fá ekki nægan svefn ... :o)

Gott í bili!

Kv. IJ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Góður pistill

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.8.2007 kl. 16:30

2 Smámynd: Bergur Thorberg

Sæll gamli minn.

Gott að heyra að allt sé á réttri leið í Danaveldi.Ég vissi ekki að þú værir með bloggsíðu. Myndina verðum við að ræða síðar. Sjálfur er ég með kaffi.blog.is

Gangi þér allt í haginn.

Kveðja frá Bergi Thorberg

Bergur Thorberg, 30.8.2007 kl. 13:28

3 identicon

Sæll Ingvar!

Gaman að lesa þetta blogg, alltaf alveg ótrúlega þægilegt að lesa eitthvað sem fær mann til að hætta að pirrast út í hlutina og geta hlegið að því hvað maður er vitlaus... allavega þangað til að maður fer að pirrast aftur :)

 Vona að þú hafir það gott úti, sjálf er ég á leiðinni til Englands :)

 Kv. Heiðdís (litla sys Ævars:)

Heiðdís Austfjörð (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 18:52

4 identicon

Blessaður bróðir. Értu nú alveg að fara yfir um á jákvæðninni ;) gaman að því. annars er það af mér að frétta að ég fékk inni í skólanum og "fæ" þessvegna að fara í skólann á hverjum morgni og "fæ" svo að vinna á kvöldin....og það besta er að ég "FÆ" að hafa börnin mín hjá mér aðra hverja viku.

kv Ævar

alltaf léttur;)

Ævar Austfjörð (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband