Ég og Maggi Bess

Nú er skólinn farinn á fullt og ég er gersamlega að missa mig yfir því hvað þetta er spennandi allt saman. Einhvernvegin finnst mér þegar ég hugsa til baka að mér hafi ekki fundist þetta svona æðislegt þegar ég var í námi síðast!!! Hmmm??? Maggi alltaf flottur!!!

International Marketing, Global Economy, Organizational Behavior, Business Law og China  eru meðal þeirra faga sem ég er í þessa dagana og mér finnst þau öll frekar frábær! Það eru mikil viðbrigði að vera aftur kominn í þá stöðu að fá að setjast á skólabekk og læra, 20 árum seinna.

Eitthvað rámar mig nú samt í  að hafa lært í þjóðhagfræði á sínum tíma en aðallega fyrir þær sakir að mér fannst það ekki siðferðislega réttlætanlegt á sínum tíma að troða þessu inn í minn þykka haus.

Ég hefði ekki trúað því hvað það er gaman að vera farinn á stað aftur í námi og í þetta skipti þarf engan til að reka á eftir mér með heimalærdóminn. Nú er ég sjálfur orðinn eins og tveir skólafélagar sem ég þoldi ekki í gamla daga, alltaf heima að læra og með sitt á hreinu! Sama get ég sagt um mig og Magga Bess. Við byrjuðum saman að lyfta lóðum hjá Júlla Bess, pabba hans, í kjallaranum í gamla íþróttahúsinu í Hafnarfirði. Svo tók ég mér 20 ára pásu en hann hélt áfram.

Helv. óheppni að hafa ekki haldið áfram að lyfta. Þess í stað þjáist ég af krónísku brjóstkassasigi á háu stigi og björgunarhringurinn sem ég ber um mig miðjan mætti vel nota til að halda lítilli trillu á floti með áhöfn og allez!!!

Það horfir þó til betri vegar því að ég vakna nú kl. 6:17 á hverjum morgni, lem á vekjaraklukkuna og segi LOKSINS! Hjóla svo 10 km. í ræktina (og legg mig aftur á bekknum í búningsherberginu) :-) púla þar í ca. 3 korter með Atla Þór bekkjarbróður mínum hérna úti og svo mætum við ferskir í skólann 8:15. Þetta er ekkert smá frábært. En það sem er samt best við þetta allt saman að ég er búinn að panta mér flug heim til íslands í næstu viku og kem til með að komast í réttirnar með ástinni minni og börnunum. Kæri Guð! Ég veit ekki hvað ég gerði til að verðskulda alla þessa gæfu en ef þú gefur mér smá hint þá skal ég gera miklu meira af því í framtíðinni!!!Gott í bili!!!Kveðja frá Esbjerg - IJ

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg rólegur félagi ;)

þú kemur væntanlega við á "vellinum" í næstu viku :)

Ævar Austfjörð (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 14:45

2 identicon

 Gaman að fylgjast með þér hér á blogginu.

Hlökkum mikið til að fá þig heim.

Kossar og knús frá konu og börnum

Sigrún (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 22:12

3 identicon

Ertu núna fyrst að koma úr 20 ára pásu í ræktinni? Gaman að sjá að þú blómstrar í Baunaveldi gamli æfingafélagi.

Biggi (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband