Að yfirgefa ísland er bezt í heimi!

Komið ykkur burt af skerinu lengri eða skemmri tíma og njótið þess að upplifa, læra og njóta annara lífsgilda en þeirra sem eru orðin samfélagslega viðurkennd sem NORM heima á íslandi.

"Ísland best í heimi" er ekkert annað en hrokafullur auglýsingafrasi sem er lýsandi fyrir geðveikina og neysluhyggjuna sem hefur náð að hlekkja allt of marga í gersamlega gerilsnauðum farvegi eigin lífs. Ég þekki það vel af eigin raun því ég var fastur í honum sjálfur allt of lengi.

DSC03241

Það að flytja til annars lands, í aðra menningu, á annan stað þar sem ríkja önnur gildi og önnur viðhorf en maður er vanur eru þröskuldur sem margir eiga erfitt með að yfirstíga. Það þarf að mörgu að hyggja og ég tala nú ekki um þegar um heila fjölskyldu er að ræða. Hvað með börnin. Er maður tilbúinn að rífa þau upp með rótum og setja þau í aðstæður þar sem þau eru mállaus og óörygginu umvafin. Þó svo að búið sé að taka ákvörðunina um að flytja þá er ekki þar með sagt að búið sé að fá svör við öllum þeim spurningum sem upp koma í ferlinu frá því að hugmyndin kviknar og þangað til lagt er í hann.

Ég er þeirrar skoðunar að í kringumstæðum sem þessum þá gildi lögmál speglunar og hið fræga "Law of attraction".Fari maður af stað með fyrirfram ákveðnar skoðanir um hvernig hlutirnir munu þróast er nokkuð víst að þeir geri nákvæmlega það. Ef þú óttast að þetta verði erfitt, leiðinlegt og þungbært er nokkuð víst að svo verði . Ef þú hins vegar ferð af stað með þær væntingar og vonir að ferðalagið framundan verði spennandi, skemmtilegt, lærdómsríkt og fullt af tækifærum þá MUNTU mæta þeim örlögum og uppskera því sem þú sáir og það ríkulega. Ég flutti hingað til Esbjerg með því hugarfari og viti menn.

Á þeim fimm vikum sem ég hef búið hér er ég búinn að upplifa frábæra hluti, kynnast yndislegu fólki og hver dagur er upphaf nýs ævintýris. Samt er betri helmingurinn minn ennþá á íslandi!! Hvernig verður þetta þegar hann kemur hingað út?? :-) Það verður að fylgja sögunni að ég er enn að leita logandi ljósi að íbúð fyrir fjölskylduna svo hún geti flutt til mín því þau eru ennþá á íslandi. Í dag er ég nr. 26 á biðlista (var númer 74 í lok ágúst) þannig að þangað til verð ég að vera duglegur að fljúga heim og Skyp´a þau á hverju kvöldi.

Esbjerg er 86.000 mann bær og mér hefur verið sagt að hér búi um 100 íslendingar. Flestir eru hér í námi og nú er svo að hér hefur nú myndast lítið íslendingasamfélag sem er að mörgu leyti hægt að líkja við lítið þorp út á landi. Fyrir skömmu fóru stelpurnar saman á "kellingadjamm", næstu helgi er "fjölskylduhittingur" í Fun World og helgina þar á eftir er "Kallakvöld" þar sem keppt verður í Gokart og djamm og djús á eftir. Þannig má áfam telja.

Ég held að það sé mun meiri samgangur á milli íslendinganna hér í Danmörku en þykir eðlilegt og ásættanlegt hjá "venjulegri" fjölskyldu á íslandi. Íslendingarnir hér ná á stuttum tíma að aðlagast tíðarandanum og þeirri lífssýn baunans að það er miklu mun heilbrigðara að "hygge sig" aðeins meira og oftar heldur en að bæta við 5 tommum af sjónvarpi á raðgreiðslum í þeirri von að auka samheldni famelíunnar fyrir framan imbann!!! :-) 

Ps. Meðfylgjandi mynd var tekin í skógarferðinni okkar í dag. Á hverjum sunnudegi hittumst við nokkrar fjölskyldur og förum í göngutúr, njótum samverunnar og borðum síðan Brunch á eftir.

Gott í bili - Kveðja frá Esbjerg - IJ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Pé

Sæll Ingvar.

Velkominn í bloggheimana. Gaman að skoða

Gangi þér vel í náminu !!

Bestu kveðjur úr Símaverinu

Linda Pé, 1.10.2007 kl. 09:16

2 identicon

Sæll kall gott að það gengur vel í baunaveldi við söknum þín alveg ofboðslega hérna á skriftofunni hjá T og R vona að þér gangi vel í náminu og ræktinni (kl 04 00 Á morgnana)

KV FRÁ KLAKANUM

Sigurjón (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 12:46

3 identicon

Já sæll aftur frændi.

Já ég er alveg hjartanlega sammála þessu sem þú segir EN samt bíð ég eftir því að flytja aftur heim... sem verður líklega eftir ca 14 mánuði.

En Danmörk er alveg ágæt.  

Palli frændi (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 21:07

4 identicon

Blessaður brósi,

Gott að heyra að þetta gangi vel og gírinn sé góður og gaman að lesa þessar hugleiðingar. Sá að Austfjörðurinn hefur verið að leyna því að hann eigi yngri systur og vona ég að hann skammist sín fyrir það. Hafðu það sem allra best og hlakka til að sjá stinnann líkama þinn fljótlega.

kalli (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 23:22

5 identicon

Gaman að lesa bloggið hjá þér en ég veit það líka af eigin reynslu að þetta er einmitt málið. Við íslensku fjölskyldurnar höfðum það alveg extra hyggelig þessa  helgina með íslenska lambinu. Ég þakka fyrir góða helgi.  Sjáumst fljótlega  kv Selma Björg

Selma Björg (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 20:49

6 identicon

Sæll gamli

Heyr, Heyr ... og gangi ykkur öllum ædislega vel. Börnin læra tungumàlid fyrr en foreldrarnir !! svo engar àhyggjur!! Verid velkomin yfir fjördin ... med ms colorline .. ì heimsòkn ì norsku-sveitina ...

Kvedja Brynja og fjölskylda

Brynja Olg (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband