Frábæri ég og fávitinn ég ...

Fyrir þá sem ekki vita þá er ég með klofinn persónuleika.

Ég samanstend af bæði frábæra mér og fávitanum mér. Fávitinn ég er stórhættulegur andskoti sem oftar en ekki hefur komið mér í tóm vandræði. Svo er það frábæri ég sem hefur verið meira áberandi undanfarið, sem betur fer!

Á hverjum degi þarf ég að minna mig á að hugsa jákvætt og vera glaður og þakklátur með það sem ég hef. Það er það eina sem ég get gert til að halda fávitanum mér í skefjum og frábæra mér sterkum. Ég næri þá báða með hugsunum mínum. Fávitinn ég blómstrar í neikvæðninni á meðan frábæri ég elskar allt sem gott er.

Ef ég gleymi mér þá er fávitinn ég fljótur að grípa inn í daginn því þeir hafa báðir sama aðgang gáfum mínun og gjörvileika. Það er frábæri ég sem skrifaði þetta í óþökk fávitans. Honum leiðist svona væl!

Þetta verður frábær dagur!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ elskan mín  við erum komið heim eftir æðislega ferð sem ekki er hægt að lýsa í orðum. Sendi þér myndirí tölvupósti  Haltu áfram jákvæðninni kveðja mamma

mamma (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband