Það er ansi margt sem fer í gegnum hugann þegar maður hefur ekki sjónvarp.
Í þær 11 vikur sem ég hef nú búið í danmörku hef ég ekki haft sjónvarp til að drepa tímann. Ég hef þurft að drepa hann með annarskonar afþreyingu. Til að byrja með fannst mér tilveran bæði dapurleg, dauf og tilbreytingarlaus. Mér leið eins og alka sem var nýkominn úr meðferð. Eirðalaus og áttaviltur og vissi ekkert hvað ég átti við tímann að gera. Reyndar er sú samlíking svo slæm því að ég gerði mér enga grein fyrir því hversu háður ég var orðinn þessu sakleysilega morðtóli.
Hefði einhver sagt við mig hér áður fyrr að ég ætti nú aðeins að slaka á í sjónvarpsglápinu hefði ég svarað að ég væri nú bara meðalmaður í þeim efnum og hefði getað bent á fjölda manna sem væru miklu verri en ég, enda horfði ég ekki á sjónvarpið nema 2-3 tíma á dag. Hvað er það þegar meðaláhorf í USA eru 7 klst á dag? Það sló mig aðeins þegar ég reiknaði það út að hver klukkustund sem við drepum fyrir framan sjónvarp á dag samsvarar 365 klst. á ári eða átta stunda vinnudegi frá 1. janúar til 1. mars án matar og kaffitíma.
Þergar skólinn byrjaði fann ég minna fyrir sjónvarpsleysinu. Þegar ég var búinn að læra hlustaði ég meira á tónlist, fór í sund á kvöldin, bloggaði, spilaði á gítarinn og er búinn að lesa einar 3 bækur sem hafa verið útundan ansi lengi.
Það sem stendur nú samt uppúr þessu öllu saman og er vert að deila er sú hugarró sem því fylgir að lifa eigin lífi í stað þess að sitja dofinn með fullan kjaftinn af flögum að horfa á aðra lifa sínu lífi sem er ekki einu sinni þeirra eigin, heldur hugarburður frá Hollywood skrifaður með það eitt í huga að halda athygli fólks frá eigin lífi fram að næsta auglýsingahléi þar sem það er svo upplýst um það hvað það hvernig hægt er að kaupa sér betra líf. Hmmmm?
Núna þegar ég lít tilbaka sé ég hverslags skaðvaldur þetta tæki er í raun og veru. Ég ég er ekki að grínast með það! Sjónvörp eru morðtól af hættulegustu og verstu gerð. Ég trúi því af einlægni að sjónvörp hafi framið fleiri sálarmorð en nokkur önnur tæki í heiminum. Ég horfði á sjónvarpið til að drepa tímann án þess að átta mig á því að með því að drepa hann þannig var ég að drepa sálina hægt og rólega í leiðinni.
Um árabil var ég með stutt námskeið sem hét; "Sigraðu sjálfan þig!" Þar lagði ég fyrir þátttakendur spurningu sem ég heyrði fyrst á námskeiði hjá Brian Tracy fyrir 10 árum síðan sem hljómaði svona:
Hvernig myndir þú verja tíma þínum ef þú fengir þær fregnir í dag að þú ættir eingöngu 6 mánuði eftir ólifaða?
Þetta er ágeng spurning sem fékk flesta til að skoða af einlægni hvað skipti þá mestu máli. Svörin voru frábær og ætluðu flestir að láta gamla drauma rætast og verja meiri tíma með sínum nánustu. Ég minnist þess ekki að nokkur hafi ætlað að horfa meira á sjónvarp!!!
Draumar rætast ekki fyrir framan sjónvörp. Sjónvörp drepa drauma!
Þetta var frábær dagur! - Kveðja IJ
Flokkur: Vinir og fjölskylda | 7.11.2007 | 23:22 (breytt 8.11.2007 kl. 21:10) | Facebook
Athugasemdir
Ætla að byrja á því að nefna að þetta er ekki ósvipuð tilfinning og mín líðan verður stundum, þá er ég að tala um þessa fötlun sem ég hef þurft að dragnast með síðastliðin 25 ár. Það er þyngra en tárum taki að læra að lifa með slýka byrði, tel að mér hafi tekist það svona þokkalega. Líki þessu hiklaust við þína upplifun að vera ekki með imbakassan límdan á nefið 2-3 tíma á dag eða kvöldi. Láttu mig vita að hér á klakanum gargar hér um um bil allt á að maður sé vel inní öllu og sem næst "norminu" sem ekki er hægt að segja um útlit mitt, allavega ekki það líkamlega.
Eiríkur Harðarson, 8.11.2007 kl. 00:33
Heyr, heyr. Út með imbann. Ég er nýbúinn að segja upp öllu sjónvarpi hjá 1 klst. á dag = 365 miðlar. Maður er búinn að vera að borga stórfé fyrir rásirnar þeirra en horfir aldrei á þær (þó með undantekningum). Talandi um að henda peningum í sjóinn (ef þú hendir þeim út um gluggann í Eyjum þá fjúka þeir bara aftur til þín því hérna er vindurinn alltaf í andlitið).
Ertu viss um að þú sért í réttri skólastofu Ingvar minn? Ég er viss um að þú hafir villst yfir í heimspekideildina og að það sem þar fer fram er stór áhrifavaldur á bloggið hjá þér.
Friður V
Heiðar Hinriks (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 05:04
Sæll gamli,
Var virkilega enginn sem ætlaði að nota tímann í endursýningar á Dallas, Friends....? Góður punktur.
Kv/TF
Biggi fv æfingafélagi (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 01:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.