Við erum búin að fá íbúð!!!!!

Smile Þegar ég kom heim úr skólanum í dag beið eftir mér bréf í póstkassanum frá leigumiðluninni. Þar var mér tjáð að ég væri búinn að fá íbúð frá og með 15. desember. JJJIIIIIIIBBBBBBÍÍÍÍÍÍÍ!!!!!!! Smile

Loksins fæ ég konuna mína og börnin mín hingað út til mín. Þetta eru búnir að vera fjandi einmannalegir mánuðir síðan ég kom hingað út. Reyndar hef ég flogið til íslands nánast aðra hverja helgi með þeim kostnaði og tíma sem það tekur. En ég hefði líklega ekki haldið geðheilsunni án þess að sjá fjölskylduna svona oft því að þegar maður á svona ung börn (1 & 4) og yndislega konu þá er maður að missa af svo miklu, svo rosalega miklu. Frown

Ég get ekki einu sinni byrjað að tjá mig um það hvað það verður gaman að fá þau. Íbúðin er í rólegu hverfi rétt utan við Esbjerg, svipað og Garðabær er frá Hafnarfirði, og er um 103 m2 á stærð með þremur svefnherbergjum. Í þessu hverfi búa fjórar íslenskar fjölskyldur með börn á okkar aldri og er leikskóli 100m frá húsinu þar sem þau verða bæði, Ásbjörn og Hjördís mín litla.

Er þetta ekki frábært alltsaman! Spennandi tímar framundan, eins og alltaf! Svo var ég að frétta það að skólinn sem ég er í er í samstarfi við "The University of Honolulu" á Hawai þar sem ég gæti klárað námið síðasta árið. Hmmm ...??? Spennandi tilhugsun en ætli það sé ekki best að fá konuna hingað út fyrst og svo get ég kanski platað hana til að koma við í Honululu á leiðinni heim.

Frábær dagur í dag!!! - Kveðja frá Esbjerg! IJ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jaahhááá. Til hamingju með þetta með íbúðina. Það var mikið segi ég nú bara

Palli (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 23:28

2 Smámynd: Eiríkur Harðarson

En Ingvar, hélt að meiningin hefði verið að kíkja í kaffi til mín fljótlega. Til lukku með að fá LOKSINS íbúð.

Eiríkur Harðarson, 12.11.2007 kl. 23:55

3 identicon

Til lukku med tetta allt saman... gaman ad fylgjst med ykkur af og til . Hawaii ,, hva næsta nàgrenni vid Esbjerg .

Vonandi verdur bara meiningin ykkar ad kìkja ì kaffi til okkar yfir fjördinn fljòtlega..

kvedja og klem frà Norge...

Brynja (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 08:00

4 Smámynd: Kristín Jakobsdóttir Richter

Til lukku!  Hlakka til að hitta þau!

Sé þig í skólanum!

Kristín Jakobsdóttir Richter, 13.11.2007 kl. 09:01

5 Smámynd: Linda Pé

til hamingju með þetta Ingvar !

Maður er ónýtur án fjölskyldunnar sinnar.

Linda Pé, 13.11.2007 kl. 09:17

6 identicon

Hæhæ Ingvar
Frábært að heyra með íbúðina og geggjað að fá familíuna loksins út! Verst samt að vera svona langt frá ykkur Maður verður bara að skella sér í heimsókn, þegar færi gefst
En bið rosa vel að heilsa í bili. Hafðu það súper gott.
Kveðja, Fríður

Fríður (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 17:44

7 identicon

Alltaf nýtt blogg á sunnudagskvöldum??? Þú verður að breyta alltaf í stundum með þessu áframhaldi. Ég hef verið að refresha vafran heilu næturnar og á endanum grátið mig á sáran saltann svefninn...

Kalli bróðir (IP-tala skráð) 21.11.2007 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband