Einhverstaðar las ég að eftir fótastærðinni mætti áætla það sem undir liggur.
Það minnir mig á söguna um manninn sem sat inni á bar með fætur uppi á borði. Ekkert athugavert við það í sjálfu sér nema hvað að hann var í nýjum kúrekastígvélum númer 48. Fljótlega fangaði hann athygli gæru-kvendis sem hugsaði sér gott til glóðarinnar og fékk hann því með sér heim.
Þegar hún hafði lokið sér af henti henti hún í hann tíuþúsundkalli. Manninum brá og vissi ekki alveg hvernig hann átti að taka þessu en ákvað að rétta henni peningana aftur. Sagði svo karlmannlega að hann þyrfti nú ekkert að fá greitt fyrir svona lagað, þetta hefði nú bara verið gaman! Þá sagði hún að þetta væri ekki greiðsla fyrir grínið en að hann skyldi bara kaupa sér skó sem pössuðu á hann ...
Þessi saga er ágæt og það sem meira er að hún ber í sér boðskap sem gott er að minna sig á reglulega.
Í fyrsta lagi er alveg sama hver maður þykist vera, hið sanna innræti kemur alltaf í ljós fyrr en seinna. Skítur hefur þann eiginleika að fljóta upp á yfirborðið. Þegar maður kynnist fólki þá er það yfirleitt ekki töffaraskapur, hégómi, yfirborðsmennska eða "hér er ég, um mig frá mér til míns" sem heillar fólk. Einlægni, hreinskilni og heiðarleiki er það sem skilur á milli vina og kunningja. Þetta þekki ég mjög vel af eigin raun því það er ekki svo ýkja langt síðan að ég fattaði þetta sjálfur.
Í bókinni "How to Win Friends and Influence People" eftir Dale Carnagie talar hann um að besta leiðin til að vekja áhuga annara er að sýna þeim einlægan áhuga sjálfur. Önnur góð myndlíking er að það þarf fyrst að setja eldivið í arininn, kveikja svo upp og blása lífi í glæðurnar, svo kemur ylurinn og hlýjan.
Hin hliðin á sögunni snýr að konugreyinu. Hún gerði sér væntingar um eitthvað æðislegt. En þar liggur hinn hundurinn grafinn! Of miklar væntingar hafa mjög sterka tilhneigingu til að breytast í vonbrigði. Þegar búið er að fá rað-fullnægingu áður en að hamförum kemur er bæði voðinn vís og broddurinn farinn.
Gott dæmi um þetta er þegar ég bauð konunni minni út að borða í Keflavík um vorið 2002. Eftir matinn fórum við á fótboltaleik með Víði í Sandgerði á móti Hetti frá Egilstöðum hmmm? (til að kaupa smá tíma) Svo sagði ég henni að við þyrftum að koma við upp á Leifstöð að ná í Kristínu sem var skiptinemi hjá okkur, hún væri að koma með kvöldfluginu frá Köben.
Þegar við komum upp á völl og inn í flugstöðina kom það í ljós að það var engin vé að koma frá Köben, það væri bara ein að fara þangað. Þá dró ég tvo flugmiða upp úr vasanum og spurði hvort hún væri til í að skreppa með mér í smá horny-moon yfir helgina. Ég myndi gefa mikið fyrir að eiga mynd af svipnum á henni þá. Ég var þá búinn að pakka fyrir hana í litla tösku naríum og náttfötum og sagði henni að við myndum bara kaupa á hana það sem uppá vantaði. Maður lifandi hvað þetta var frábær helgi!!! Ekkert planlagt, engar væntingar og því allt sem kom á óvart. Við erum sammála því bæði að þetta var besta helgarferðin okkar hingað til.
Þetta er búin að vera frábær vika. Ég sakna fjölskyldunar meira en orð fá lýst en hugga mig við það að konan mín yndislega er að koma næstu helgi og við ætlum að eiga aðra horny-moon helgi saman í Köben. Og viti menn, við erum ekki búin að plana neitt. Við vitum bara að eigin raun að með því að gera okkur engar væntingar til helgarinnar verður hún bara meira spennandi fyrir vikið.
Ástar,- og saknaðar kveðjur frá Esbjerg - IJ
Flokkur: Vinir og fjölskylda | 2.12.2007 | 22:28 | Facebook
Athugasemdir
Blessaður félagi og takk fyrir þenna skammt, mjög góður punktur.
ein smá athugasemd Víðir er úr Garðinum og Reynir er Úr Sandgerði :-o eins og þú sérð þá læt ég smáatriðin draga athyglina frá aðallatriðunum :/ en...Höttur er þó frá Egilsstöðum ;)
Góður
Ævar Austfjörð (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 09:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.