Ég fékk afhenta lyklana af nýju íbúðinni okkar í dag. Hún er í Sonderis sem er fjölskylduhverfi í sömu fjarlægð frá miðbænum og Garðabær er frá miðbæ Reykjavíkur.
Hún er á 2 hæðum, 104 fm. Niðri eru herbergi, stofa, elhús og hol. Uppi eru 2 svefnherbergi, pallur og baðherbergi. Í bakgarðinum er leikvöllur fyrir krakkana og svo annar leikvöllur ca. 100 m. frá ásamt malbikuðum körfuboltavelli.
Í hverfinu eru svo 2 leikskólar í ca. 5 min. göngufæri og smá verslunarþyrping með matvöruverslun, pizzastað, pöbb og einhverju fleira. Ég er ca. 15 min að hjóla í skólann og ætti að vera svipað lengi heim aftur ...!! :-)
Frábær dagur í Esbjerg, rok og rigning en sól í hjarta!!! Kv. IJ
Flokkur: Vinir og fjölskylda | 4.12.2007 | 21:08 (breytt kl. 21:33) | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju !
Hvað kosta svo herlegheitin þarna suðurfrá ?
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 4.12.2007 kl. 21:14
Sæll - Herlegheitin kosta okkur DDK 5.500 kr. á mánuði. En svo fáum við DDK. 3.000 á mánuði í húsaleigubætur því ég er í námi. En svona fyrir forvitnissakir, hver er predikarinn? Kv. IJ
Ingvar Jónsson, 4.12.2007 kl. 21:52
Eins gott að það skuli vera PÖBB í nágreninu, annað væri jafn lélegt og hérna á Selfossi.
Eiríkur Harðarson, 5.12.2007 kl. 01:39
Sæll Vinur,
Til hamingju með nýju íbúðina, viss um að ykkur á eftir að líða vel þarna. Fann enga mynd af gesta-Álmunni?
Vona að þú getir komið við í kaffi í TogR þegar við desember afmælisbörnin höldum veislu.
Gunni TogR (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 10:21
Til hamingju!
Kristín Jakobsdóttir Richter, 7.12.2007 kl. 11:45
Hjartanlega til hamingju með íbúðina. Var að skoða myndirnar af henni og þetta lítur bara ljómandi vel út.... burtséð frá gólfdúknum, en það er hægt að lifa með því í nokkur ár, ehaggi
Ingunn Björns frænka í Kópó (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 12:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.