Oft hefur verið skrafað um það að Daninn sé bæði rólegur og ligeglad ...
Ég er nú fluttur og fór í það að flytja sjónvarpið og netið líka. Þá fékk ég þau svör hjá TDC hér í danmörku að það tæki 2-3 vikur. Það er á plani hjá þeim að flytja þjónustuna eftir 17. jan. Ég er nú ekki viss um að þessi þjónusta yrði gúdderuð á klakanum.
En allavega fyrir ykkur sem eruð að kíkja inn þá er það orsökin fyrir því að lítið er um blogg hjá mér þessa dagana.
Fjölskyldan kemur á föstudaginn, daginn eftir að ég klára prófin!
Kveðja frá Esbjerg! IJ
Flokkur: Vinir og fjölskylda | 6.1.2008 | 12:31 | Facebook
Athugasemdir
Gangi þér vel í prófunum, rúllar þeim upp að sjálfsögðu
Þessa dagana njótum við þess að vera með Sigrúnu, Ásbirni og Hjördísi áður en þau fljúga út til þín...eins gott að nýta tímann vel þangað til! Svo er bara að skipuleggja heimsókn til Esbjerg
Bestu kveðjur til þín
Fríður
Fríður (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 14:25
En ert þú ligeglad yfir netleysinu? Takk fyrir síðast, bið fyrir kveðjur til fjölsk. sem er væntanleg.
Eiríkur Harðarson, 6.1.2008 kl. 17:34
gangi þér vel í prófunum, kæri frændi. Það verður frábært fyrir þig að fá familíuna út til þín.
ingunn frænka í kópó (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 23:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.