Eins og jó-jó á milli Danmerkur og Íslands ...

Nú er fjölskyldan búin að vera saman í þrjár vikur og dagarnir eru farnir að taka á sig Prakkarinnmynd hversdagsleikans. Ekki svo að skilja að það sé ekki gott, þvert á móti. Við erum búin að taka upp úr öllum kössum og heimilið okkar er orðið hlýlegt og heimilislegt aftur, bara á öðrum stað í öðru landi.

Gestaherbergið var vígt um helgina þegar Nils systursonur minn kom og átti með okkur yndislega helgi. Hann kom reyndar ekki svo langt að því hann er að læra læknisfræði í Óðinsvéum og skrapp hingað til okkar til að passa á meðan við smelltum okkur á þorrablót íslendingafélagsins, sem var hin besta skemmtan. 

Af okkur er annars það helst að ég verð eins og jó-jó á milli Esbjerg og Íslands fram til marsloka. Eins og sumir vita þá er ein af tekjulindum mínum sú að ég stýri veislum. (Smellið á tengilinn http://1000th.is/index.php?categoryid=44&p2_articleid=154) Þar sem ég er í námi þá er þetta ágætis aukabúgrein svona um helgar þó ég þurfi um langan veg að fara. Á næstunni er ég að fara allavega 5 sinnum til íslands í þeim tilgangi.

Þá legg ég af stað á föstudegi frá brautarpallinum kl. 13:41 og er lentur í Keflavík einhverjum 10 tímum síðar. Svo flýg ég heim á sunnudögum. Þetta er frekar töff að leggja á sig 20 tíma ferðalag nánast hverja helgi en svona er þetta, sumir taka námslán, ég stýri veislum.

Ég veit ekki alveg hvað er að koma yfir hana móður mína. Hún kom með okkur hingað út 11. Janúar til að vera okkur innan handar á meðan við vorum að koma okkur fyrir og nú sagði hún mér að hún væri á leiðinni aftur næstu helgi, svona í skreppitúr, þremur vikum seinna.

Ekki svo að það sé ekki meiriháttar að fá gamla hrukkudýrið hingað út til okkar. Ohh hún er engri lík þessi elska. Svo er ég líka viss um að hún lesi þetta þanngi að ég segi það og skrifa hástöfum svo allir heyri, „elsku mamma mín, Þú ert engri lík. Þú ert ein af fáum sem hefur, í gegnum lífið, haft meiri áhuga á velferð annara en þinni eigin. Fyrir það meira en annað mun ég alltaf virða þig og elska af öllu mínu hjarta.“

Ég var að setja inn nýjar myndir sem við tókum í vikunni. Um helgina er búið að vera mikið um grímuklædd börn í nammi-leiðangrum. Þónokkrir hafa komið og sungið fyrir okkur og fengið nammi að launum. Annars komst hún Sigrún í nammipokann, þannig að það var ekki eins mikið til skiptanna fyrir aumingja börnin (ég elska´na nú samt!)

Meiri fréttir næsta sunnudag – Kveðja frá Esbjerg – Ingvar, Sigrún & co. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halló.. nú veit ég af hverju ég kannaðist svona við þig á Þorrablótinu í gær...

 Velkomin til Esbjerg með fjölskylduna... Dóra

Dóra (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 22:09

2 identicon

Sæll Ingvar og takk fyrir síðast ég rakst á bloggið þitt í gegnum Kristinns blogg og verð auðvita að kvitta fyrir komuna af kurteisinni einni saman !
En ég tók fullt af myndum á blótinu og er búin að henda þeim inná bloggið hjá mér ef þið skötuhjúin viljið sjá myndir .... þið myndist bara nokkuð vel hehe

Kveðja úr sveitinni Ásta

Ásta Laufey (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband