Það hefur margt gengið á síðan ég bloggaði síðast. Mamma kom í heimsókn og var hjá okkur í nokkra daga. Kalli bróðir kom síðustu helgi og átti með okkur frábærar stundir. Svo kom Nils systursonur minn kom sömu helgi og fór með okkur niður til Þýskalands.
Í síðustu viku byrjuðu krakkarnir á leikskólanum. Við vorum svo heppin að fá inni í leikskóla sem er u.þ.b. 100 metra frá húsinu okkar. Hjördís lagðist þó í flensu daginn eftir að hún byrjaði og náði að draga báða foreldra sína með sér í rúmið. Svo skiptumst við á með veikum mætti við að reyna að sinna börnunum á milli klósettferða og verð ég víst að viðurkenna að Sigrún stóð sig mun betur í því en ég. (Enda er það nú löngu sannað að karmenn verða mun veikari en konur þegar á reynir)
Ásbjörn er frekar óöruggur enn sem komið er á leikskólanum. Hann er nú samt kátur með það að það eru tveir íslenskir jafnaldrar hans með honum á deildinni í leikskólanum. Af honum er samt það að frétta að hann er búinn að læra að hjóla. Afi hans á Grafarbakka gaf honum hjól og það skipti engum togum að þegar hann settist á það í fyrsta skiptið hjólaði hann bara af stað, án hjálparadekkja og allt. Myndin hér að ofan var tekinn áður en hann settist á það í fyrsta skiptið. Hann vill koma hér á framfæri kossum og knúsum til afa síns.
Nú bíðum við bara eftir sumrinu sem er rétt handan við hornið. Konan er eitthvað að kvarta yfir því að hér rigni stundum en ég segi henni þá bara að því meira sem rignir í dag því betur kunnum við að meta sólina þegar hún sýnir sig á endanum.
Meira á sunnudaginn - Verða að klára að læra! - IJ
Flokkur: Vinir og fjölskylda | 26.2.2008 | 22:07 (breytt kl. 22:12) | Facebook
Athugasemdir
Vá ég kalla hann góðan að hjóla bara af stað án hjálpardekkja ég held afi tekið mig bara óratíma áður en ég gat það!, En hey komið ekki heim í ferminguna hans jóhanns??
Kossar og Knús togga ;***<3
togga (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 00:14
Sæll frændi og takk fyrir síðast, þetta var skemmtileg ferð til Esbjerg og Flensburg.
Annars hef ég ákveðið að prófa þetta blogg, þetta er síðan: nils.bloggar.is
Skilaðu kveðju til famelíunnar
Keðja frá Odense
Nils
Nils (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 20:28
Hæ hæ,
Gaman að geta fylgst með ykkur Hlakka til að sjá ykkur fljótlega.
kv, Hadda og co.
Hadda (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 11:19
Heill og sæll, kæri frændi.
Eruð þið stórfjölskyldan eitthvað að gera um páskana (18.-25. mars)? Við Heimir, mamma og Magnús Björn erum að fara að heimsækja Palla bró og co í Sönderborg í þessa viku og spurning hvort við eigum að stefna á smá hitting?
Það væri svaklega gaman að hitta ykkur, en ef þið eruð upptekin þá er það bara allt í gúddí:-)
knús
Ingunn og Heimir
Ingunn frænka (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 20:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.