Það kemur reglulega upp sú skynvilla hjá mér að ég þurfi nú að fara að drífa mig í að fara að gera eitthvað við lífið. Ég er að detta í fertugt og ekki ennþá búinn að ákveða hvað ég ætli að verða þegar ég verð stór.
En hvað liggur á? Hvað skiptir máli? Hvað er málið? Hvaða rugl er í gangi?
Sem betur fer er ég farinn að sjá ruglið í þessum hugsunarhætti. Ég hef aldrei haft það svona gott. Ég hef aldrei haft svona mikinn tíma fyrir mína nánustu. Við eigum ekki neitt , en á móti þá skuldum við ekki neitt . Miðað við ástandið heima núna þá eru það víst forréttindi sem vert er að þakka fyrir.
Þó það sé erfitt að segja til um hvað framtíðin beri í skauti sér þá tel ég samt sem áður víst að við verðum hérna úti í einhver ár í viðbót. Daninn með sínum frábæra sósjal gerir okkur kleyft að lifa sómasamlegu lífi á meðan ég er í námi. Frípláss fyrir börnin í leikskóla, háar húsaleigubætur á lága húsaleigu og þar fram eftir götunum. Einu raunverulegu áhyggjurnar sem ég hef þessa dagana eru verkefnin sem ég er að skila í skólanum ... og ekki heldur það nú fyrir mér vöku!
Fyrir ykkur "heima" á Íslandi þá er líka gaman að segja frá því að ég er í stuttbuxum í skólanum í dag, 16° hiti á mælinum í morgun. Fuglarnir í skóginum báðu mig um kveðju til ykkar þegar ég hjólaði í skólann og íkornarnir líka!!!!
Fjölskyldan biður líka að heilsa. Ég og Hjördís ætlum að kíkja á klakann um helgina. Ég er að skemmta á laugardaginn og hún ætlar að vera hjá ömmu sinnu. Ásbjörn og Sigrún ætla að hafa eitthvað fjör hjá sér, fara í Lególand og skemmta sér saman.
Kveðja frá Esbjerg!!!! IJ
Flokkur: Vinir og fjölskylda | 28.4.2008 | 08:40 | Facebook
Athugasemdir
Hlakka til að fá ykkur heim , ég er plama ég hjördís kíku kanksi niður á tjörn á lugardaginn að gefa brabra brauð :D og góða skemmtun í lególandi
togga (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 19:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.