Við vorum að koma til DK í gær eftir 10 daga dvöl á Íslandi. Ég reyndar fór heim á milli til að klára skólann. Nú er ég búinn að fara 12 ferðir til landsins til að veislusjórast og alveg búinn að fá nóg af því í bili. Við fáum líka námslán frá og með júlí þannig að þá koma inn einhverjar tekjur aðrar en veislustjórn. Við vissum alltaf að fyrsta árið yrði ekkert auðvelt en það hafðist af. Þar sem er vilji má alltaf finna veg!
Prófin í skólanum hjá mér eru með all-sérstöku sniði. Við erum búin að vera í 7 fögum í vetur og erum prófuð í þeim öllum í einu, eða þannig ... Einum sólahring fyrir próf fáum við að vita hvaða 3 fögum er prófað í af þeim 7 sem við vorum í . Svo förum við í 6 klst. próf sem er eina prófið það árið.
Nú sit ég því sveittur og er að lesa í öllum 7 fögunum því maður veit jú ekkert hvaða fög eru til prófs, það er alltaf misjafnt á milli ára. Ég vona bara að það verði ekki viðskiptalögfræði, hmmmm!!!!
Annars er allt gott að frétta af okkur. Úti er 29 stiga hiti og sól og er það spáin fram yfir helgi. Ég sit með stóra viftu í bakið og er að læra ... viðskiptalögfræði!!!!
Haukur bróðir hennar sigrúnar er hjá okkur núna og verður til 13. júní. Þá ætlum við að fara í smá ferðalag til Svíþjóðar í nokkra daga í lilefni prófloka. Svo kemur Jóhann minn í 10 daga og þá höldum við áfram að njóta, gera og græja.
Stuðkveðjur frá Esbjerg!!! - IJ
Flokkur: Vinir og fjölskylda | 3.6.2008 | 13:07 (breytt kl. 13:08) | Facebook
Athugasemdir
Gangi þér vel í prófunum, frændi vor
Ingunn frænka (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 00:50
Gangi þér vel í prófinu Ingvar
Vonandi að Haukur geri ekki útaf við ykkur...við erum allavegana drullu fegin að vera laus við hann..hahahhahahaha DJÓK
Bestu kveðjur
Fríður og Ragnheiður
Fríður (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 13:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.