Þetta verður öðruvísi blogg í dag. Ég er mikið búinn að hugsa síðustu vikur um það hvernig mér líður og hvort ég sé sáttur við það sem ég er að gera og þann farveg sem líf mitt er í dag. Svarið við þeirri spurningu er nú ósköp einfalt (og nú byrjar fagurgalið !)
Ég er mikið sáttur. Mér gengur vel í náminu. Fjárhagslega ná endarnir alveg saman og meira að segja skarast aðeins og af öðrum í fjölskyldunni er sömu sögu að segja. Við erum á þeim stað í lífinu sem við erum leynt og ljóst búin að stefna að í langan, langan tíma, sem hlýtur að teljast sigur í baráttunni við örlögin.
Samt er eitt atriði sem er búið að vera að naga undirmeðvitundina leynt og ljóst síðustu vikur og nú er kominn tími fyrir mig að hleypa þeim vangaveltum fram í dagsljósið til þess að sjá þær í réttu ljósi. Ég hef trú á því að með því að deila þeim með þeim sem þetta nenna að lesa sé ég um leið að fyrirbyggja það að ég fresti þessu öllu lengur og andskotist af stað þá vinnu sem bíður mín.
Ég held að loksins núna sé ég sé ég tilbúinn í þessa vinnu. Allavega hefur það sótt mjög að mér sú hugsun að til þess að yfirstíga þá andlegu hindrun sem ég stend frammi fyrir í þag þurfi ég að snúa mér beint að kjarnarnum. Mér líður stundum eins og ég geti ekki lengur treyst sjálfum mér og því sem ég lofa sjálfum mér. Nú þarf ég að finna aðrar leiðir til að byggja upp sjálfs-traustið svo ég geti haldið áfram að þroskast og læra.
Síðan Davíð Oddson tók við borgarstjóraenbættinu í Reykjavík hef ég verið í stöðugri baráttu við viktina. Hún vil meina að ég sé talsvert yfir þeirri þyngd sem æskilegt er. En af hverju á ég að vera að vera að æsa mig yfir því? Jú ég eins og flestir læt of oft stjórnast af skoðunum annara og áliti. Af hverju að velta sér upp úr því? Jú vegna þess að það er í eðli okkar allra að sækjast eftir samþykki og forðast gagnrýni. Með örðum orðum, við sækjum alltaf í vellíðan og viljum forðumst vanlíðan.
Þar myndast oft spenna á milli hins góða og illa sem í mér býr og þeirra aðstæðna sem ég skapa þegar ég stend með súkkulaðistykkið í hendinni, vitandi það að það muni færa mér talsverða vellíðan á meðan ég treð því í andlitið á mér þangað til ég hugsa helvítis aumingi er ég að hafa ekki meiri sjálfsstjórn en þetta!!!!
Ég trúi því að það séu engin takmörk fyrir því hvað lífið hafi upp á að bjóða. En til að komast að því sjálfur kemst ég víst ekki hjá því að fara í smá kjarnavinnu með sjálfan mig og spyrja sjálfan mig spurninga sem kasti ljósi á þá hluti sem ekki hægt er að svara á yfirborðinu. Einhverstaðar las ég að ef þér líkar ekki við svörin sem þú færð þá skaltu spyrja betri spurninga.
Nú ætla ég að breyta þeirri þrálátu hugsun minni að léttast til þess að líta betur út og fara að einbeita mér að því:
- Að ég verði heilbrigðari manneskja. Ef ég einbeiti mér að verða heilbrigðari þá kemur allt annað að sjálfu sér.
- Að læra að elska og bera virðingu fyrir umbúðunum sem mér voru úthlutaðar.
- Að lifa lengur svo ég geti tekið þátt í lífi barnanna minna og barnabarna á annan hátt en ég myndi gera feitur, sveittur, þreyttur eða dauður!!!
- Að kalla fram augnaráð hjá konunni minni sem segir Mig langar í það sem ég sé! í stað þess að það segi Úff, það er víst ekkert annað í boði! J
Með því að setja þetta fram á þennan hátt er ég að vinna í kjarnanum og því sem skiptir mig mestu máli. Þannig get ég, með því sem ég geri í dag, tryggt að framtíðin verða að þeim veruleika sem ég kýs því lífið er eins og búmerang. Allt það sem ég kasta út í lífið í dag mun koma til mín aftur í framtíðinni. Kannski í öðru birtngarformi og líka þegar ég á síst von á því. Með því að láta gott af mér leiða í dag veit ég að það muni skila sér í góðu einhverntíman, það skiptir ekki máli hvenær. Það sem skiptir máli er að vera búinn að sá fræjum sem einhverntíman í framtíðinni koma til með að blómstra.
Ég er fullviss að þau tækifæri sem felast í framtíðinni verði bæði fleiri, stærri og meira spennandi en ég get gert mér í hugalund í dag. Það eina sem ég get gert þangað til er að gera eins vel og ég get í þeim verkefnum sem fyrir mér liggja þangað til þannig að þegar stóra tækifærið bankar uppá verði ég undir það búinn.
Þangað til - Kveðja frá Esbjerg - IJFlokkur: Vinir og fjölskylda | 1.7.2008 | 18:54 (breytt kl. 19:09) | Facebook
Athugasemdir
Gangi þér vel. Það er miklu betra að ákveða svona hluti í sátt við sjálfan sig og finna að maður er að gera sjálfum sér mikinn greiða. Var sjálf að lesa plagg um aðferðir til að viðhalda breyttum venjum og þar segir m.a. að gott sé að rifja upp ókostina við við vandamálahegðunina og það sem þú vilt losna við. Einnig að rifja reglulega upp af hverju þú vilt breytast og kostina sem fylgja breytingunum sem og alla þá fyrirhöfn sem þú hefur þegar lagt á þig. Þetta á semsagt að vera gott að rifja upp þegar maður er á mörkum þess að hrasa.
Sólveig Klara Káradóttir, 1.7.2008 kl. 19:31
Ágætur pistill Ingvar minn þó vil ég benda þér á að stundum kemur lísleiðin aftan að manni, þá hrökkva svona GERVIághyggjur út af einu HELVÍTIS þýngdarvonbrigðum skammt. Maður verður bara að hætta að röfla/rita um hlutina og FRAMKVÆMA eitthvað af viti, láttu mig sko vita að það er það eina sem virkar.
Bið fyrir kveðjum til allra er eru innan þinnar fjölskyldu.
Eiríkur Harðarson, 2.7.2008 kl. 02:21
Sæll Ingar minn
Er baðviktin þín líka farin að kvarta...mín segir alltaf "bara ein í einu"....
Þetta er eitthvað ættgent!
Klem fra Oslo
Guðrún Auðuns. (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 08:54
Já satt er það Eiríkur. Auðvitað á maður að vera duglegur að þakka fyrir það sem maður hefur og hætta að væla yfir því sem maður hefur ekki. Framkvæmdin er það eina sem virkar, það vitum við báðir!
Ég er líka gæfusamur að geta leyft mér þann munað að hafa gerfiáhyggjur af hlutum eins og nokkrum aukakílóum :-) En þegar öllu er á botninn hvolft þá er þetta bara spurning um að gefast aldrei upp fyrir sjálfum sér og finna þær leiðir sem virka best fyrir mann sjálfan.
Við erum alltaf að berjast við okkur sjálfa en vígvöllurinn og vopnin sem við höfum eru eins misjöfn og við erum mörg og illa hægt að bera saman. Þín orusta á að vera öðrum til eftirbreytni. Margt af því sem ég lít á sem sjálfsagðan hlut hefur aldrei staðið þér að jöfnu. Takk fyrir að minna mig á hvað ég hef það gott!!! Ég er hættur að væla í bili!!!
Ingvar Jónsson, 2.7.2008 kl. 09:08
Face it megrunarkúrinn:
Borða minna og hreyfa sig meira!! he he
Sólveig Klara Káradóttir, 2.7.2008 kl. 11:56
Það er mikið til í því hjá þér Sólveig! Ég var í skemtilegri brennslu áðan, í 28° hita að tína jarðaber. Hvernig er það, eru ekki jarðaber best með heitri súkkulaðisósu og rjóma???
Ingvar Jónsson, 2.7.2008 kl. 12:28
Jarðarber eru bara alltaf góð, líka út í skyr og jogúrt
Verð þó að viðurkenna að best séu þau með einhverju hitaeiningaríku (rjómi og ís) og súkkulaði.
Einföld jarðarberjakaka sem er fljótleg, einföld, fersk og góð:
1 tertubotn, jarðarbernin skorin í tvennt og raðað ofan á. Hita rifsberjahlaup í örbylgju þar til það verður fjótandi og hella yfir berin (verður eins og hlaup sem storknar hratt, og heldur berjunum föstum). Og borða með þeyttum rjóma.
Njóttu
Sólveig Klara Káradóttir, 2.7.2008 kl. 12:38
Sæll, þetta eru ágætis pælingar, mér hefur þótt sú sjálfskoðun að spyrja 2 einfaldra spurninga ágæt þ.e.a.s. Hvað er ég að gera sem ég á ekki að vera að gera og hvað er ég ekki að gera sem ég á að vera að gera...
Karl bróður (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 16:52
Sæll vinur og fjölskylda
Njòtid sumarhitans,jardaberjana,sùkkuladsins og ekki minnst hvors annars lifid er of stutt til ad hafa àhyggjur af öllu og einu . Eins og nossarinn segir madur getur ekki fengid bædi ì "pose og sekk".
Gledilegt sumar og velkominn enn og aftur ì grill , deserter og kos ì Norge
Klem Brynja
Brynja Olgeirsdòttir (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 20:01
Takk fyrir það Brynja! Og takk fyrir uppskriftina Sólveig! Það er mikið til í þessu hjá þér brósi. Ég dett oft í þann farveg að ætla að setja þetta allt upp í Excel áður en ég fer af stað, geri þetta að of stórum málum!!! Hvernig var uppskriftin af þessu aftur ... "Einfalt og einn dag í einu??" ekki satt?
Ingvar Jónsson, 3.7.2008 kl. 06:45
Ingvar hér er spurning, ertu nokkuð kominn með Salmonellu? Sé svo er alger óþarfi að sipuleggja allt, þú eingöngu étur, skítur og hreyfir þig sem minnst.
Eiríkur Harðarson, 3.7.2008 kl. 20:05
ókey gott blogg þótt ég hafi ekki alveg náð niðurstöðuni úr því....
byð að heilsa krökkonum og konuni sem þú ætlar gleðja ;D
togga (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 00:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.