Danskir iðnaðamenn ... hahahaha!!!!

Ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta þegar ég segi frá þessu. Allavega er þetta hálfgert grín alltsaman alveg sama hvernig á það er litið, og þar við situr!!

Við erum búin að hafa yndislega gesti hjá okkur sl 2 vikur. Fyrst kom hún Helena með dóttur sína. Hún er að flytja hingað út og kemur til með að vera í skólanum með mér. Hún hafði ekki hugmynd um að Sigrún byggi hérna úti en þær voru saman í nuddskólanum.

Svo kom tengdó og var hérna í viku. Hún átti frábærar stundir með Sigrúnu og krökkunum. Ég sat nú heima flesta daga og var að skrifa kennslubækur fyrir NTV sem byrjað var að kenna eftir í dag. (Kláraði í gærkveldi) þannig að ég var nú minna með þeim.

Núna erum við aðbíða eftir að það verði klárað að setja upp nýja eldhúsinnréttingu hjá okkur en því ætti að ljúka fyrir jól (með þessu áframhaldi)

Til að gefa ykkur smá vísbendingu um hvað ég er að tala um þá er mjög rík virðing borin fyrir verksviði annara iðnaðarmanna. Timburmaður sker út fyrir vaskinum en setur hann ekki í, það gerir smiðurinn. Smiður skrúfar ekki fyrir vatn, það gerir píparinn. Smiður borar ekki gat í plötu fyrir rafmagnsdós, það gerir rafvirkinn og svona heldur vitleysan áfram.

Það er nú margt gott hægt að segja um dani og danska menningu og margt sem við ættum að taka til fyrirmyndar en verklag og framganga danskra iðnaðarmanna sýnist mér aðallega ganga út á samfélagslega félagshyggju og aumingjaskap.

Já maður verður pirraður þegar maður hefur ekki haft eldavélina tengda í átta daga og ekkert rennandi vant jafn lengi. Það eru takmörk fyrir því hvað hægt er að elda fjölbreytt fæði með gasgrilli og örbylgjuofn. Og fyrir þá sem ekki hafa reynt þá er það ágætis æfing í æðruleysi að vaska upp í baðvaski kvöld eftir kvöld.

 Stuð og stemning í Esbjerg - Ingvar (Nýjar myndir komnar inn)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, kæri frændi.  Það er ekki auðvelt að púkka upp á iðnaðarmenn, en þolinmæði þrautir vinnur allar og þið farið vonandi fljótlega að geta eldað girnilegar steikur í nýja eldhúsinu. Hugsaðu þér bara hvað það verður gaman þegar eldhúsið er klárt!!! Þá verðu kátt í kotinu En þið eigið alla mína samúð á ástandinu.

Ingunn frænka (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband