Fréttir frá Esbjerg ...

Héðan er það helst í fréttum að það hefur verið nokkuð gestkvæmt í nóvember. Hver gesturinn hefur elt annan og lýkur þessu í dag þegar heiðursgesturinn eða ætti ég kanski að segja heimalingurinn hún móðir mín sest hér að fram yfir helgi.

Af krökkunum er það að frétta að Hjördís er farin að tala mun meira en áður í setningum. Eina vandamálið er að hún er ekki að fatta það að danska og íslenska er ekki sama úngumálið og má því segja að hún tali Díslensku. En hverjum er ekki sama um það svo lengi sem hún skilur og er ekki misskilin. Hún heldur para áfram að ´"pústa" á matinn ef hann er of heitur og lætur okkur vita þegar hún er búin að búa til pulsur eða "lave pölser" sem er að kúka á leikskólamáli. Þá er spurning, ef þau búa til pulsur á leikskólanum, erum við fullorðna fólkið þá að framleiða bjúgur?? (Bara smá hugleiðing ... Smile)

Ásbjörn Ingi er kátur alla daga og er bæði kominn í skátana og farinn að æfa handbolta. Hann er mjög sáttur við lífið og tilveruna og er farinn að tala dönsku eins og innfæddur. Hann er viðalega mikið farinn að mannast og sem merki um það er hann farinn að yfirgefa sófann í hendingu þegar einhver kyssist á skjánum. Það finnst honum í meira lagi ósmekklegt, óviðeigandi og eiginlega bara ógeðfellt.

Sigrún mín er að blómstra líka. Hún tók upp á því að fara að prjóna og er orðin alveg "húkkt" á því helvíti. Það er meira að segja orðið svo slæmt að hún er farin að taka prjónaskapinn með sér í rúmið á kvöldin. Ég myndi nú ekki taka það helvíti í mál að öllu jöfnu en hef ákveðið að líta framhjá þessum ósið þangað til hún er búin með peysuna á mig. Ég fæ nefnilega að heyra það iðulega þegar ég kvarta yfir heimilisverksálagi og þúertekkiaðsinnakarlinumþínumnógumikið-væli að peysan á prjónunum sé handa mér. Ég hlakka bara til að hún klári hana svo heimilislífið falli í réttar skorður aftur. Svo er Sigrún í skóla frá mán-mið að læra dönsku. Hún er ekkert smá klár að verða. Fyrir hálfum mánuði fár hún upp um "level" og er algerlega að brillera í baunísku.

Hjá mér er prófundirbúningur skollinn á og það er nú líka ástæðan fyrir því að ég hef ekki verið mjög duglegur að blogga. En allt tekur þetta nú enda einhverntíman og endar þá  örugglega á besta veg.

Þannig er stemningin hérna hjá okkur. Allt í góðu, allir glaðir og lífið leikur við okkur. til allra vina minna (og okkar) vil ég minna á að mér þykir vænt um ykkur og það hefur gert líf mitt fyllra og innihaldsríkara að hafa kynnst ykkur. Lífið er til þess að njóta þess þó stundum blási á móti.

Erfileikar eru eldiviður framfara - Kveðja frá Esbjerg - Ingvar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband