Er ekki alltaf sagt að grasið sé grænna öðru megin???
Við fórum í útilegu fyrir helgi og sáum fyrir okkur sólríka ferð með miklum sólböðum og látum. Veðurspáin var á þá lund að það átti að vera sól, sól og meiri sól.
Til að gera langa sögu stutta þá var þetta æðislegt fyrsta daginn, ekki svo frábært næsta dag og svo þriðja þaginn vorum við farin að dansa regndans á kvöldin í þeirru veiku von að gula fíflið færi nú að láta sig hverfa.
Svo endaði þetta með því að við slaufuðum útilegunni fyrir tíman vegna hita. Við gátum okkur hvergi skýlt. Það var of heitt úti og hreint morð að hanga inni í tjaldi og ekki var óloftkældur bíllinn skárri.
Það er annaðhvort í ökkla eða eyra. Í dag fór hitinn á svölunum í 34° í forsælu og ég sit hér á naríunum að mundast við að vinna. Við reynum að fara niður á strönd seinnipartinn þegar lofthitinn í íbúðinni er orðinn þannig að það er farið að sjóða á flestum.
En ekki erum við að kvarta. Flestir eru orðnir brúnir og sætir nema ég, ég er bara brúnn. Lífið leikur annars við okkur og okkur er farið að hlakka til að fá afhenta nýju íbúðina okkar eftir viku.
Svo fengum við þær fréttir að Áslaug (mamma Sigrúnar) ætlar að koma til okkar í ágúst og vera heila viku og hlakkar okkur til að fá hana.
Kveðja frá Esbjerg - IJ
Ps. Nýjar myndir!!!
Vinir og fjölskylda | 28.7.2008 | 14:19 (breytt kl. 16:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)