Þvílíkt skítastarf!

"Gott kvöld! Það lítur út fyrir að allt sé að fara til fjandans. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Stöðvar 2 er útlitið hreint ekki gott. Íbúar landsins kvarta og kveina, væla og kveina og heyrst hefur að sumir hafi grætt svo mikið í dag að harla ólíklegt er að aðrir fái nokkuð. Sjálfstæðismenn eru óheiðarlegir upp til hópa og framsókn á enga vini. Samfylkingin er sundurleit og Vinstri grænir eru illa sviknir..." Og svona heldur þetta andskotans væl áfram kvöld eftir kvöld eftir kvöld.

Það er hreint með ólíkindum þvílíkt óhemju magn af neikvæðni, svartsýni og helberum leiðindum ein fréttastofa nær að troða inn í vitund Jóns á bolnum sem situr dofinn með tveggja rétta 1944, algerlega berskjaldaður fyrir heilaþvottinum sem á sér stað. Svo má glögglega heyra afleliðingarnar daginn eftir í þætti sem heitir: Hvað var rætt um á þinni kaffistofu í dag? Þar fer Nonni bolur hamförum þegar hann bölsótast yfir því að Jónarnir á hans vinnustað sjái nú ekki mikið réttlæti í heiminum. Á meðan hann og Jón vinur hans séu með skítalaun þá séu aðrir að græða milljónir á milljónir ofan!!!!!

Svona heldur svo hringrásin áfram. Jón á bolnum bíður spenntur eftir "skammtinum" sínum kl. 18:30 sem ná yfirleitt að svala tuðþörfinni daginn eftir, allavega fram að hádegis-leiðindum.

Hver kannast ekki við það að láta sig hverfa langa helgi eða jafnvel 1-2 vikur. Svo þegar heim er komið tala flestir um að þetta hafi nú verið frábær hvíld og mikil afslöppun. Það sem fólk áttar sig kanski ekki á, er það að ríflega helmingurinn af hvíldinni fólst í því að losna við kvartið og kveinið, vælið og veinið, nöldrið og nagið sem DYNUR á þeim allan daginn, alla daga, allan ársins hring í formi fréttaflutnings.

Það hljóta einhverjar annarlegar hvatir að liggja að baki þegar menn vinna alla daga við að þefa uppi skít, moka honum svo inn á fréttastofu og dreifa honum svo þaðan inn á hvert heimili í landinu.

Á morgun ætla ég að senda blóm upp á fréttastofu. Kanski vantar þessum mönnum bara smá kærleika. Það hlýtur að vera erfitt að vera fréttamaður á íslandi í dag. Þvílíkt skítastarf!!!

Hlakka til að koma heim! - Kveðja frá Esbjerg - Ingvar 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll frændi !
Alltaf gaman að rekast á síður hjá frændfólkinu.
Verð tíður gestur hér, þó svo ég eigi kannski ekki alltaf eftir að kvitta :)

Bestu kveðjur frá Akureyri.

Lára Kristín

Lára Kristín (IP-tala skráð) 14.10.2007 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband