Loksins, loksins ...

... er fjölskyldan komin hingað út. Þetta er búið að vera æðislegur tími. Við erum að taka upp úr síðustu kössunum og mynd er að koma á heimilið okkar.

Ég fæ ekki betur séð og fundið en að börnin kunni því afar vel að fjölskyldan sé loksins komin saman aftur. Hjördís er nú ekkert að fatta það að hún sé komin í annað land en er búin að taka pabba sinn í sátt og orðin svolítil pabbastelpa aftur. Hún var ekkert allt of sátt við að ég væri alltaf svona lengi í burtu.

Ásbjörn er hinsvegar örlítið óöruggur með alla þessa dani. Hann er nú samt nokkuð viss um að hann komi til með að ná Dönskunni fljótlega því hann sagði við afa sinn í símanum um daginn að hann skyldi kenna honum Dönsku þegar hann kemur í sumar.

Það fer að líða að því að krakkarnir komist á leikskóla því að Esbjerg er með 3ggja mánaða tryggingu á leikskólaplássi og þýðir það að þau verði komin inn fyrir 13. febrúar.

Við erum  hægt og rólega að byrja að kynnast öðrum íslendingum í hverfinu. Við buðum fjölskyldu frá Vestmannaeyjum, Ölla, Guðbjörgu og börnunum þeirra þremur í mat á sunnudagskvöldið og áttum með þeim yndislega kvöldstund.

Sigrún er að byrja á bókhaldsnámskeiði á morgun og ætlar að freista þess að fá vinnu við bókhald hérna úti. Hún er búin að vinna við það í nokkur ár og ætlar á námskeiðið til að læra fagorðin á dönsku.

Ég er búin að fá út úr jólaprófunum og gekk mér mjög vel. Svo fengum við hæstu einkunn fyrir stóra verkefnið okkar sem við skiluðum fyrir jól, enda frábærir krakkar sem ég var með í hópnum, Janní og Atli. 

Ég verð með reglulegar fréttir af okkur hérna úti og verð duglegur að láta myndir fylgja með.

Kossar og knús frá Esbjerg! - IJ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Fínt að heyra að allt gengur vel, þó gleymdi ég að spyrja ykkur uppfrá um jólin hvað stendur til að dvelja þarna lengi?

MBK. 

Eiríkur Harðarson, 22.1.2008 kl. 21:48

2 identicon

Fràbært ad heyra ad allt er ad komst ì rètt horf hjà ykkur.. og krakkarnir sàttir

Kvedja frà okkur ì Norge..

Brynja Olg (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 13:25

3 identicon

Sæll góði. Hvernig gengu flutningar. Þú hringdir aldrei

En gott að vita að þið eruð kominn inn í framtíðarheimili fyrir næstu mánuðina allavega

Kveðja úr Sønderborginni.

Palli.

Palli (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 15:51

4 identicon

Það er hálf tómlegt hérna í sveitinni um helgar núna, engin Sigrún eða Ásbjörn eða Hjördís En annars frábært að þið séuð loksins öll saman, það er það sem skiptir máli.

Hlakka til að lesa meiri fréttir frá ykkur hér, þið getið svo kíkt á bullið mitt og svo fer að koma síða fyrir lita krílið

Sendi bestu kveðjur í heimi til ykkar, sakna ykkar mikið mikið
Fríður

Fríður (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 09:42

5 identicon

Heill og sæll, kæri frændi og co.

Alveg er það nú yndislegt fyrir ykkur að vera komin öll undir sama þakið.  Til hamingju með prófin og frábært bara hvað allt gengur vel hjá ykkur. Stór knús frá Kópavoginum. 

Ingunn og Heimir í Kópó (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 11:41

6 Smámynd: Anna Guðný

Blessaður Ingvar!

Við hjónin vorum einmitt að tala um þig um daginn. Olli var  að hugsa um að hringja í þig. Ég segi honum þá frá því hvar þú  ert.

kv

Anna Guðný 

Anna Guðný , 31.1.2008 kl. 01:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband