Iceland Depressed - Nóttin langa á Kastrup

Já það má segja að þessi nótt sé búin að vera í lengra lagi, enda morguninn rétt handan við hornið. Forsaga málsins er líka skondin.

Ég er á leiðinni til íslands til að veislustjórast og ákvað að fara degi fyrr heim og á ráðstefnu á Hilton hótelinu um markaðssetningu á netinu. Í gær var strax ljóst að vélinni myndi seinka eilítið þannig að ég sat bara í hægðum mínum heima þegar ósköpin dundu yfir.

SMS frá Iceland Express þess efnis að búið væri að sameina tvær vélar í eina og bröttför væri skv. áætlun kl. 20:30. En þar sem búið var að tilkynna seinkun áður þá var engin leið fyrir mig að ná lest til Kaupmannahafnar í tíma. Eftir smá skraf og ráðagerðir með konunni ég ákvað að bruna á bílnum og skilja fjölskynduna eftir bíllausa á meðan ég er á klakanum. Ég rétt náði að smella kossi á konuna og börnin og rauk illa gyrtur og ótilhafður út í bíl. Svo reiknaði ég út að ef ég héldi 140 km. meðalhraða, pissaði í gosflösku og sleppti því borða á leiðinni þá myndi ég ná í tæka tíð ....

En síðan eru liðin mörg ár, eins og segir í laginu. Núna, ellefu tímum síðar (klukkan að verða 05:30)bólar ekkert á vélinni frá íslandi. Farþegarnir með Icelandair kvöddu okkur með glotti rétt fyrir kl. 01:00 og var það önnur vélin sem fór frá þeim héðan í dag og eru þeir farþegar eflaust komnir heim og undir sæng.

En þetta er nú samt búið að vera skemmtileg nótt. Að vera strandaglópur á svona flottri flugstöð er frábært. Af öllum flugstöðvum sem ég hef komið í þá er ég nokkuð viss um að Kastrup sú besta til að eyða nótt til ráfs og rölts. Ég var nú líka svo heppinn að hitta góðan vin hérna, Bergsvein nokkurn bakara, en hann hafði vit á að fara með Icelandair. Ég virðist hins vegar ekki vera að fara neitt ... Frown Svo hitti ég líka gamlan hestaferðafélaga frá skagafirði og félaga hans en þeir fóru á pöbbaröllt niður í Köben og eru komnir aftur hingaðút á flugvöll, VEL við skál og syngja, skagfirðingar ... o.s.frv.

En þó mætti vélin nú alveg fara að koma því skv. mínum útreikningum þá fer að líða að því að ég missi af ráðstefnunni sem byrjar kl. 9 á staðartíma.

Nú er búið að opna veitingastaðina og ég ætla að fá mér morgunkaffi.

Stuðkveðjur frá Kastrup - IJ - Sleeping

 Ps. Það var að koma SMS frá Iceland Depressed (06:00), vélin er farin í loftið frá Íslandi. Áætluð brottför rúmlega níu. Það er allt að verða vitlaust á vellinum, fólk grætur af gleði. Enda farið að óttast að sjá aldrei ættingja sína aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lentum

Jóhann (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 07:48

2 identicon

einmitt í smá rugli á leidinni í jólafríid. Á heimasídunni hjá Kastrup stód ad búid væri ad fresta fluginu okkar en vid ekki fengid neina meldingu frá Depressed. Vid reyndum ad hringja í danskt númer sem er uppgefid á sídunni hjá theim en fengum bara símsvara. Eftir miklar vangaveltur ákvádum vid ad halda okkar striki. Í Metronum fengum vid svo SMS frá Depressed um ad thad væri búid ad vera eitthvert vesen tølvumálum en allt væri í stakasta lagi og vid kæmumst heim á réttum tíma.

Svakalegt fjør ad vera svona í lausu lofti og sérstaklega klókt hjá Depressed ad halda manni á tánum alveg fram á sídustu stundu - koma blódinu adeins á hreyfingu - ´svona eins og M. Scheving.

Jóhann (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 07:58

3 identicon

Já það fóru engar vélar frá Icelandexpress í gær en icelandair flugu og ein konan sem er vinna með mér átti fara til london um helgina hún þurfti bara slaufa á helgar ferðina fékk bara endirgreitt frekar fúllt ,,,... sagt er : að það var ekkert að verirnu í gær bara e-h af flúgvélonum... eða það sögðu alveg frétta menn....held sé satt ef iceladair komst af hvejrum komst þá icelandexpress ekki????,

En alveg bið heilsa börnonum og kónuni :D

og það er komið nýt blogg a www.blog.central.is/toggzy

elskjú

togga

togga (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 19:57

4 identicon

Frábært að lesa bloggið þitt Ingvar ..... já maður lengir í mörgum ævintýrum að koma sér á milli stundum ... og maður gefur verið nett pirraður þegar ekki allt stenst en eftir að búa hér í 5 ár þá lærir maður þetta..... allt eins og að syngja með Skagfirðingum ....

 Vona að þú hafi komist á leiðarenda .... kveðja frá Esbjerg úr sólinni og 10 gráðu hita Dóra og co

Dóra Esbjergbúi (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 00:36

5 identicon

Hæ, það er komið nýtt blogg á ´siðuna mína endilega tékka á því :D

togga (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 02:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband