Nokkrar myndir

Börnin okkar þrjú ..hahaHelst af okkur er það að frétta að síðustu helgi fórum við Sigrún niður til Köben, barnlaus og alslaus. Við höfðum þó hvort annað. Á laugardeginum fórum við á tónleikana með Bubba Morthens. Þar var líf og fjör og hrikalega mikið fyllerí á íslendingunum sem þar voru, það var nánast til skammar.

Hjá mér er vinnutörn skollin á sem lýkur nú líklega ekki fyrr en eftir jólaprófin. Ég og HJördís ætlum að skreppa til Íslands á fimmtudaginn og ætlum að vera í nokkra daga. Ég verð að skemmta þar um helgina. Þegar við komum til baka þá kemur Hrólfur vinur okkar með okkur og verður hjá okkur í nokkra daga. Svo kemur Þorgerður og verður hjá okkur í nokkra daga og að lokum kemur mamma og verður hjá okkur allt of stutt!!! Það er svo gott að hafa kellu hjá okkur.

Ég hennti inn nokkrum myndum frá því síðustu helgi og svo einnig að nýjasta meðlim fjölskyldunnar, varðkettinum ógurlega honum Elvis sem verður 12 vikna í vikunni. Hann á að passa húsið þegar við erum ekki heima. Hann sagði mér fyrrum eigandi að hann gæti hæglega malað þjófa til ólífis.

 Kveðja frá öllum í Esbjerg - Ingvar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll, frændi.

Það er aldeilis gestagangur hjá þér þessa dagana og bara gaman að því Til hamingju með nýjasta fjölskyldumeðliminn.  Það verður fjör hjá þjófum að lenda í þeim varðketti.  Vonandi gengur uppeldið vel á honum þannig að hann geri nú eitthvað gang á heimilinu, en verði ekki algjör dekurdýr...hehe 

Bestu kveðjur frá Álfunum í Borginni (sko,  við Heimir erum nýflutt í Grafarvoginn í Álfaborgir.... gúmoren, þvílikur húmor...hahahaha)

Ingunn

Ingunn frænka (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband