Vindsæng og vikuskammtur af klósettpappír

Dagur 7 í Esbjerg. Ég er loksins búinn að finna kaffihús þar sem hægt er að tengjast netinu þannig að héðan í frá ætti ég að geta sent fréttir oftar en aldrei.

Við komum hingað seint sl. miðvikudag ég og Sigrún mín sem ætlaði að hjálpa mér að koma mér fyrir. Fyrstu nóttina gistum við í Billund og keyrðum svo sem leið lá til Esbjerg á fimmtudagsmorguninn. Byrjuðum á því að ná í lyklana af íbúðinni því við vorum spennt að sjá hvar og hvernig ég myndi búa.

Það voru blendnar tilfinningar sem léku um hugann þegar við opnuðum dyrnar af rottuholunni sem ég var búinn að leigja mér. Herbergi upp á þriðju hæð, allt undir súð og þegar ég segji undir súð þá meina ég algerlega undir súð. Þetta voru mikil vonbrigði. Og til að bæta gráu ofan á svart þá er grískur veitingastaður í húsinu við hliðina og matarlyktin í húsinu bæði stöðug og óbærilega megn.

Ég fór með det samme og kvartaði undan rottuholunni og sagðist vilja aðra íbúð. Og til að gera langa sögu stutta þá fékk ég góða stúdíóíbúð 9,2 km. frá skólanum sem er talsvert lengra en góðu hófi gegnir. Er ef litið er á björtu hliðarnar þá ætti ég að ná að brenna talsverðu af lýsi við það að hjóla 18,4 km á dag í og úr skólanum, og ekki veitir af!

En nýju íbúðina fæ ég ekki fyrr en 1. sept. þannig að þangað til sem ég á vindsæng í rottuholunni og borða úti þrisvar á dag. Ekki það að ég eigi svona mikið af peningum heldur fæ ég ekki búslóðina  fyrr en ég flyt í nýju íbúðina. Þangað til bý ég ekki við veraldleg gæði eins og hnífapör, glös o.s.frv.

En ekki er ég að kvarta því að ég hef föt til skiptanna, fína vindsæng og vikuskammt af klósettpappír og núna aðgang af nettengingu!!!!

Gott í bili ... IJ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Blessaður vertu þú hefur gott af hreyfinunni og ekkert væl, Gangi þér vel með allt klabbið...

Kv. Alla 

Aðalheiður Ámundadóttir, 28.8.2007 kl. 12:18

2 Smámynd: Ingvar Jónsson

Takk fyrir takk, það er sko alveg rétt hjá þér!!!!!!

Ingvar Jónsson, 28.8.2007 kl. 12:50

3 Smámynd: Bragi Þór Thoroddsen

Þetta hljómar ekkert illa.  Undir súð er svo notalegt fyrir hávaxna menn...

Vonandi batnar það með nýja húsnæðinu.

kær kveðja,

Bragi.

Bragi Þór Thoroddsen, 28.8.2007 kl. 13:48

4 identicon

Kæri æfingafélagi,

Þú hefur gott af þessu, því ekki  varstu of duglegur að koma í ræktina.

 Kv/Biggi

Biggi (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband