Hvenær er maturinn klár?

Mér finnst þessi fyrirsögn lýsa ansi vel jólaundirbúningnum hjá minni fjölskyldu. Þetta eru önnur jólin í röð sem við eigum hvergi heima. Síðustu jól stóðum við í flutningi frá Akureyri til Hafnarfjarðar og þessi jól frá Hafnarfirði til Danmerkur.

Þó að það væri ljúft að standa í jólabaslinu sjálfur fyrir sína þá get ég nú ekki kvartað yfir þeim aðstæðum sem við búum við, þó svo að við séum tæknilega séð á götunni. Við búum við þá gæfu að eiga foreldra sem keppast við, og það eru engar ýkjur, keppast við að láta okkur líða sem best.

Það er eldað og bakað og bakað og eldað í því magni að hægt væri að fæða hálfan hjálpræðisherinn. Flestar máltíðir dagsins eru lagskiptar, þ.e. tvírétta eða meira og ég hef það sterklega á tilfinningunni að þau haldi að þau komi aldrei til með að sjá okkur aftur því hver máltíð er eins og fínasta erfidrykkja. Svo veltumst við á milli eldhússins, stofunnar og svefnherbergisins með reglubundnum viðkomum í konfektskálum.

Án þess að vera að kvarta yfir þessu þá er þetta hálfgerð skelfing, alveg frá því að við vöknum á morgnana þangað til að við ropum framan í hvort annað góðri nótt ... Sick

Á því liggur enginn vafi að þetta verða yndisleg jól. Þegar þetta er skrifað (á þorlák) erum við á Flúðum hjá tengdó. Seinna í dag förum við upp í bústað til minna foreldra og svo komum við aftur hingað annan í jólum og förum svo suður aftur fyrir áramót. Áramótunum verjum við svo með yndislegu vinarfólki okkar, Ásbirni og Helgu og þeirra börnum áður en að ég flýg heim (til danmerkur) á nýársmorgun.

Samhliða próflestri mun ég leggjast í afeitrun og stunda fundi fyrir offitusjúklinga ... Grin Svo lýk ég prófum þann 10. jan. og fjölskyldan kemur út þann 11. Og þá verður kátt í höllinni ... Wizard

Til þín sem þetta lest óska ég yndislegra og gleðilegra hátíða. Ekki gleyma að njóta, ekki bara neyta ...haha!

Kveðja frá Flúðum! IJ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Ingvar ef þú ert byrjaður að ropa núna (á þorlák) þá verðurðu vafalaust sprunginn, löngu löngu fyrir þessa offitusjúkingafundi.

Eiríkur Harðarson, 23.12.2007 kl. 17:56

2 identicon

Kæri frændi. Mikið skelfing skil ég þig vel í þessu ofáti, en jólin eru nú rétt að byrja, þannig nú er bara um að gera að njóta og neyta, svo við höfum nú úr einhverju að moða eftir áramótin í heilsuræktinni Gleðileg jól og farsælt komandi ár til þín og þinna. Bestu kveðjur úr Kópavoginum. Ingunn og Heimir.

Ingunn frænka í Kópó (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 23:49

3 identicon

Maður á að borða mikið um jólin svo maður fari ekki í jólaköttinn!  Hafið það gott um jólin, sem og ávalt eftir þau líka.  Innilegar jólakveðjur til þín og þinna og við sjáumst vonandi hressir á nýju ári.

Heiðar (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 01:33

4 identicon

Kæra fjölskylda !

Megi tid eiga gledileg jòl og farsælt komandi àr...

Med bestu kvedju og jòlaklemm frà okkur til ykkar

Brynja Olg og öll hennar vidhengi..  

passid ykkur à jòlakettinum

Brynja Olg (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 10:00

5 identicon

Já takk fyrir það og sömuleiðis bara.

Svo manstu eftir að hringja í mig þegar ég á að koma að bera inn skápa og smærri hluti með þér.

En það er þetta með að njóta og neyta....

ég hef þann háttinn á að þegar ég hef notið eins og ég get þá tekur við að NEITA (ekki neyta) vegna of fyllis

Heyrumst á nýju ári og kærar kveðjur. 

Palli frændi í Sønderborg (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 20:38

6 Smámynd: Guðjón Bergmann

Gleðilegt nýtt ár kæri vinur. Sjáumst vonandi oftar á komandi ári.

Guðjón Bergmann, 31.12.2007 kl. 16:15

7 identicon

Sæll Ingvar,

Ég datt inn á þessa síðu fyrir tilviljun. Gætir þú nokkuð sagt mér hvað skólinn sem þú ert að læra í heitir? Ég hefði áhuga á að skoða hann betur.

kveðja,

Boði

Boði Logason (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband