Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Hitabylgja

Feðginin saman á leið heim úr leikskólanumEr ekki alltaf sagt að grasið sé grænna öðru megin???  Smile

Við fórum í útilegu fyrir helgi og sáum fyrir okkur sólríka ferð með miklum sólböðum og látum. Veðurspáin var á þá lund að það átti að vera sól, sól og meiri sól.

Til að gera langa sögu stutta þá var þetta æðislegt fyrsta daginn, ekki svo frábært næsta dag og svo þriðja þaginn vorum við farin að dansa regndans á kvöldin í þeirru veiku von að gula fíflið færi nú að láta sig hverfa.  Devil

Svo endaði þetta með því að við slaufuðum útilegunni fyrir tíman vegna hita. Við gátum okkur hvergi skýlt. Það var of heitt úti og hreint morð að hanga inni í tjaldi og ekki var óloftkældur bíllinn skárri.

Það er annaðhvort í ökkla eða eyra. Í dag fór hitinn á svölunum í 34° í forsælu og ég sit hér á naríunum að mundast við að vinna. Við reynum að fara niður á strönd seinnipartinn þegar lofthitinn í íbúðinni er orðinn þannig að það er farið að sjóða á flestum.  Crying

En ekki erum við að kvarta. Flestir eru orðnir brúnir og sætir nema ég, ég er bara brúnn. Lífið leikur annars við okkur og okkur er farið að hlakka til að fá afhenta nýju íbúðina okkar eftir viku.

Svo fengum við þær fréttir að Áslaug (mamma Sigrúnar) ætlar að koma til okkar í ágúst og vera heila viku og hlakkar okkur til að fá hana.

Kveðja frá Esbjerg - IJ

Ps. Nýjar myndir!!!


Frábær vika hjá okkur ...

Tjaldið góðaÞað er mikið búið að vera um að vera hjá fjölskyldunni síðustu viku. Amma kom í fimm daga í síðustu viku. Svo ákváðum við að taka okkur nokkurra daga frí og fara á vit ævintýranna.

Þar sem við erum námsfólk var ákveðið að taka ódýru leiðina og við fjárfestum í tjaldi og vindsængum og fórum á stað á Clio gamla út í náttúruna.

Við komumst að því að tjáldsvæðin í Danmörku eru algerlaga að gera sig. Þar er allt til alls og rúmlega það. Á tjaldstæðinu sem við fórum á voru til að mynda 3 eldhús með öllu (myndir fylgja) og minigolf og hoppukastalar og rafmagn og þráðlaust net og verslun og strönd og og og og ...

Þetta verður fastur liður hjá okkur á meðan við erum hérna úti. Og næsta sumar er hugmyndin að taka 3 vikur og keyra með tjaldið og vindsængurnar niður til Evrópu. Ítalíu, Frakkland, Holland, Þýskaland, Austuríki og Sviss, og svo Pólland fyrir afganginn. Grínlaust þá er þetta alger snilld og hund-ódýrt.

Helgin hjá okkur hefur verið gestkvæm. Við fengum til okkar frændfólk frá Bessó. Bræðurna Einar og Palla, konur þeirra beggja og börnin þeirra fimm. Palli og co. voru hjá okkur í nótt og eru nýfarin heim í Sönderborg þar sem þau búa.

Fimmtudaginn síðastliðin fengum við íslenska nágranna sem voru að flytja hingað út í nám. Þau eru með 2 börn, þriggja ára stelpu (algert krútt) og jafnaldra Ásbjörns. Það þótti mínum manni ekki leiðinlegt.

Meira í næstu viku! - Hellingur af nýjum myndum! - IJ 


Hæ allir!

sale50_title3Héðan úr veldi dana er það helst að frétta að amma er í heimsókn og útsölurnar eru byrjaðar! Tounge

Þetta er hættuleg blanda. Nú fara þær saman að morgni og heimta heitan mat þegar þær koma heim að kveldi. Ég hef reynt að ná af þeim kortunum en þær eru alltaf 2 skrefum á undan mér, þessar elskur!!!

Kveðja - IJ

Ps - Hennti inn nokkrum myndum í gær!


Allt er að fara til andskotans og allt bitnar það á mér!!!

simpsons-good-evil-homerÉg er búinn að koma til Íslands alloft frá því að við fluttum hingað út í nám. Síðast var ég þar síðustu helgi og það er fyrst núna sem ég er að komast yfir það sem ég upplifði. Mikið ofboðslega er þjóðarsálin í miklum sárum. Þvílík vanlíðan. Þar sem fleiri en einn kom saman í hóp upphófst nánast undantekningalaust mikill hópgrátur yfir þeirri stöðu sem komin er upp. Það er líka allsérstakt að verða vitni af því að biturleikinn og neikvæðnin beinist nánast alltaf að einhverjum öðrum. Olíufélögin eru allt að drepa eða ríkisstjórnin. Litlu strákarnir í bönkunum eru búnir að skíta upp á bak og áfram heldur gráturinn.  Crying

Aldrei heyrir maður einhvern segja: ”Ég hefði nú átt að fara aðeins hægar í sakirnar!” Nei, flestir virðast vera fórnarlömb mikils óréttlætis og yfirgangs utanaðkomandi afla sem hafa ekkert með eigin ákvarðanir að gera. Þvílíkt andskotans bull! Ég lít svo á að þetta hafi ekkert með aðra að gera. Við stjórnum algerlega eigin líðan og það er undir okkur komið hvort okkur líði vel eða illa, sama hverjar ytri aðstæður eru. Þó það geti verið sárt og erfitt fyrir egóið hjá mörgum þá verðum við alltaf að standa og falla með þeim ákvörðunum sem við tökum hverju sinni.

Ég bloggaði um það í fyrravetur hvernig ég trúi því að líf okkar stjórnist af tveimur ógnaröflum. Í sinni einföldustu mynd er hægt að kalla þau hið góða og hið illa. Nú er ég ekki að tala um Guð og Skrattann þó svo að það hafi hjálpað mörgum að setja þetta í það samhengi. Eins og ég sé þetta fyrir mér eru þetta tvö aðskilin öfl innra með hverjum og einum, sem hafa alltaf verið til staðar og munu alltaf vera til staðar. Það sem mér finnst frábært við þessa myndlíkingu er einfaldleikinn. Halo Devil

Ef hið illa hefur verið alið á kræsingum eins og ótta, neikvæðni, kvíða, afbrýðisemi, reiði, lygum og jafnvel hroka og sjálfumgleði má fastlega búast við því að það búi yfir styrk til að halda hinu góða bældu í langan tíma.  Þannig held ég að sé statt með þjóðarsálina á íslandi í dag. Hún er í sjálfsköpuðum vítahring að sligast undan eigin svartsýni og neikvæðni.

Það skiptast alltaf á skin og skúrir og eftir bjartan daginn kemur nótt. Það eru til æði margar myndlíkingar þegar kemur að jafnvægi í lífinu. Ein myndlíkingin líkir lífinu við árstíðirnar og mætti því segja að nú væri skollinn á kaldur vetur á íslandi, allavega hvað andlegu hliðina varðar. Eitthvað segir mér að þetta verði langur vetur því allt of margir gleymdu að leggja fyrir hluta af uppskeru sumarsins á meðan aðrir fengu lán út á fræin sem þeir áttu eftir að sá.

Ég var í hringiðunni sjálfur í mörg ár. Ég veit hvernig líðan það er að eiga ekki fyrir afborgunum af brothættri ímyndinni útávið. Nú síðast var komið á planið bæði mótorhjól, húsbíll, jeppabíll, konubíll og allur pakkinn. Við vorum bara svo heppin að sleppa úr hringiðunni áður en veturinn skall á heima og hjólin hættu að snúast réttsælis og fóru að snúast afturábak. En til þeirra sem eru á barmi örvæntingar og trúa því að það sé öðrum að kenna, langar mig að deila af eigin raunum.

Til að snúa lífinu til betri vegar þannig að tilveran hætti að snúast rangsælis þarf að byrja á því að rækta garðinn heima. Með því að líta í eigin barm og byrja að taka ábyrgð á sjálfum sér og þeirri stöðu sem maður er í þá fer hið ytra fljótlega að bera þess merki.

Allt sem áður var hálftómt fer að sýnast hálffullt. Ekki taka of stór skref. Byrja á litlum skrefum og litlum hlutum. Með því að gera litla jákvæða hluti á hverjum degi, hrósa einhverjum fyrir að líta vel út, faðma konuna að óvörum og þakka fyrir það sem maður hefur í stað þess að girnast það sem maður á ekki er allt sem þarf til að snúa þrálátri vanlíðan yfir í óþolandi jákvæðni, ef svo má að orði komast. Það er erfitt að trúa því að þessir litlu hlutir hafi svona mikil áhrif. Wink

Ég trúi því að í hvert einasta skipti sem maður fóðrar hið góða í sjálfum sér með jákvæðum hugsunum eða lætur eitthvað gott af sér leiða er skili það sér andlegri fullnægju, hamingju sem þarf ekkert að greiða fyrir. Er það ekki það sem við erum öll að leita að, allan daginn alla daga, vellíðan og andlegri fullnægju? InLove

Kveðja frá Esbjerg - IJ 


Persónulegir þankagangar og innhverfar ígrundanir ...

c_documents_and_settings_raggi_og_berta_desktop_weight_-cartoon_scale_1Þetta verður öðruvísi blogg í dag. Ég er mikið búinn að hugsa síðustu vikur um það hvernig mér líður og hvort ég sé sáttur við það sem ég er að gera og þann farveg sem líf mitt er í dag. Svarið við þeirri spurningu er nú ósköp einfalt (og nú byrjar fagurgalið Blush!)

Ég er mikið sáttur. Mér gengur vel í náminu. Fjárhagslega ná endarnir alveg saman og meira að segja skarast aðeins og af öðrum í fjölskyldunni er sömu sögu að segja. Við erum á þeim stað í lífinu sem við erum leynt og ljóst búin að stefna að í langan, langan tíma, sem hlýtur að teljast sigur í baráttunni við örlögin.

Samt er eitt atriði sem er búið að vera að naga undirmeðvitundina leynt og ljóst síðustu vikur og nú er kominn tími fyrir mig að hleypa þeim vangaveltum fram í dagsljósið til þess að sjá þær í réttu ljósi. Ég hef trú á því að með því að deila þeim með þeim sem þetta nenna að lesa sé ég um leið að fyrirbyggja það að ég fresti þessu öllu lengur og andskotist af stað þá vinnu sem bíður mín.

Ég held að loksins núna sé ég sé ég tilbúinn í þessa vinnu. Allavega hefur það sótt mjög að mér sú hugsun að til þess að yfirstíga þá andlegu hindrun sem ég stend frammi fyrir í þag þurfi ég að snúa mér beint að kjarnarnum. Mér líður stundum eins og ég geti ekki lengur treyst sjálfum mér og því sem ég lofa sjálfum mér. Nú þarf ég að finna aðrar leiðir til að byggja upp sjálfs-traustið svo ég geti haldið áfram að þroskast og læra.

Síðan Davíð Oddson tók við borgarstjóraenbættinu í Reykjavík hef ég verið í stöðugri baráttu við viktina. Hún vil meina að ég sé talsvert yfir þeirri þyngd sem æskilegt er. En af hverju á ég að vera að vera að æsa mig yfir því? Jú – ég eins og flestir læt of oft stjórnast af skoðunum annara og áliti. Af hverju að velta sér upp úr því? Jú vegna þess að það er í eðli okkar allra að sækjast eftir samþykki og forðast gagnrýni. Með örðum orðum, við sækjum alltaf í vellíðan og viljum forðumst vanlíðan.

Þar myndast oft spenna á milli hins góða og illa sem í mér býr og þeirra aðstæðna sem ég skapa þegar ég stend með súkkulaðistykkið í hendinni, vitandi það að það muni færa mér talsverða vellíðan á meðan ég treð því í andlitið á mér þangað til ég hugsa ”helvítis aumingi er ég að hafa ekki meiri sjálfsstjórn en þetta!!!!”

Ég trúi því að það séu engin takmörk fyrir því hvað lífið hafi upp á að bjóða. En til að komast að því sjálfur kemst ég víst ekki hjá því að fara í smá kjarnavinnu með sjálfan mig og spyrja sjálfan mig spurninga sem kasti ljósi á þá hluti sem ekki hægt er að svara á yfirborðinu. Einhverstaðar las ég að ef þér líkar ekki við svörin sem þú færð þá skaltu spyrja betri spurninga.
Nú ætla ég að breyta þeirri þrálátu hugsun minni að léttast til þess að líta betur út og fara að einbeita mér að því:

  • Að ég verði heilbrigðari manneskja. Ef ég einbeiti mér að verða heilbrigðari þá kemur allt annað að sjálfu sér.
  • Að læra að elska og bera virðingu fyrir umbúðunum sem mér voru úthlutaðar.
  • Að lifa lengur svo ég geti tekið þátt í lífi barnanna minna og barnabarna á annan hátt en ég myndi gera feitur, sveittur, þreyttur eða dauður!!!
  • Að kalla fram augnaráð hjá konunni minni sem segir – ”Mig langar í það sem ég sé!” í stað þess að það segi ”Úff, það er víst ekkert annað í boði! J

Með því að setja þetta fram á þennan hátt er ég að vinna í kjarnanum og því sem skiptir mig mestu máli. Þannig get ég, með því sem ég geri í dag, tryggt að framtíðin verða að þeim veruleika sem ég kýs því lífið er eins og búmerang. Allt það sem ég kasta út í lífið í dag mun koma til mín aftur í framtíðinni. Kannski í öðru birtngarformi og líka þegar ég á síst von á því. Með því að láta gott af mér leiða í dag veit ég að það muni skila sér í góðu einhverntíman, það skiptir ekki máli hvenær. Það sem skiptir máli er að vera búinn að sá fræjum sem einhverntíman í framtíðinni koma til með að blómstra.

Ég er fullviss að þau tækifæri sem felast í framtíðinni verði bæði fleiri, stærri og meira spennandi en ég get gert mér í hugalund í dag. Það eina sem ég get gert þangað til er að gera eins vel og ég get í þeim verkefnum sem fyrir mér liggja þangað til þannig að þegar stóra tækifærið bankar uppá verði ég undir það búinn.

Þangað til - Kveðja frá Esbjerg - IJ

 

Búinn í prófum og kominn í sumarfrí!!!

16_05_62---Rain_webJæja þá er þessu lokið í bili. Prófin yfirstaðin og sumarið komið ... eða farið???? Það er búið að vera frakar gott veður núna í 3 vikur og núna þegar ég er búinn í prófunum og klár á ströndina spáir rigningu næstu níu daga!!! Ha, ha, ha!!!! LoL

Það skiptir nú samt engu máli. Ég og konan finnum okkur eitthvað að dunda í rigningunni. Ég er með nokkrar bækur á kantinum sem mig langar að lesa, þ.e. annað en skólabækur.

Svo er ég líka búinn að fá vinnu í sumar. Tók að mér að skrifa tvær kennslubækur fyrir MS-office. Það er flott, ég get nú aldeilis notað rigningardagana í það!  Cool

Annars eru allir hér í frábærum fíling. Við erum að fara til Köben um helgina. Ætlum að vera þar fram á mánudag, þá kemur Jóhann Birgir og verður hjá okkur í tæpar tvær vikur áður en hann fer til Svíþjóðar að keppa í handbolta!!!

Stuð og stemning í Esbjerg!!! - IJ


Nýjar myndir komnar inn

Klár til að fara á ströndina 7. júníÞað er laugardagsmorgunn og þrír dagar í próf. Ég er uppi að lesa. Úti er 29° hiti og allir farnir á ströndina, óóóó nema ég!!!!! Cool Myndin er tekin af hinum varska hóp strandfara í morgun ... Smile

En það er í góðu lagi! Ég sit og moka í mig fróðleik af ýmsu tagi sem á örugglega eftir að nýtast mér einhverntíman í framtíðinni. Þrír dagar og svo er málið dautt.

Ég setti inn nýjar myndir sem hafa verið teknar bæði hér úti og á Íslandi síðustu 3 vikur.

 Kveðja úr sólinni í Esbjerg - IJ


Rugl með meiru!!!

Það er eflaust margt gott hægt að segja um þennan ágæta mann en ég held nú að Sturla sé ekki beittasti hnífurinn í skúffunni!!!!!

En ég verð nú að fá að viðra þá skoðun mína að sem talsmaður vörubílsjóra finnst mér hann búinn að gera ferlega vonda hluti. Hann er varla talandi, mjög málefnarýr og röreygður á almenna skynsemi, sé nú ekki minnst á heilindi.

Mér finnst með ólíkindum að maður sem þóttist ekki kannast við "félaga" sinn (Ágúst Fylkisson sem gaf löggunni á kjaftinn) ætli nú að fara fremstur í flokki jafningja í stjórnmál. Það sýnir bara hvaða mann hann jefur að geyma að afneita félaga sínum bara af því að það hentaði honum á þeim tímapunkti Hvar eru heilindin hjá Sturlu?

Ég myndi ekki treysta þessum manni fyrir ruslapokanum úr eldhúsinu hjá mér, hvað þá fyrir einhverju sem skiptir máli.

Kveðja frá Esbjerg - IJ


mbl.is Sturla stofnar nýjan stjórnmálaflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vika í prófin og allt að gerast ...

Við vorum að koma til DK í gær eftir 10 daga dvöl á Íslandi. Ég reyndar fór heim á milli til að klára skólann. Nú er ég búinn að fara 12 ferðir til landsins til að veislusjórast og alveg búinn að fá nóg af því í bili. Við fáum líka námslán frá og með júlí þannig að þá koma inn einhverjar tekjur aðrar en veislustjórn. Við vissum alltaf að fyrsta árið yrði ekkert auðvelt en það hafðist af. Þar sem er vilji má alltaf finna veg! Tounge

Prófin í skólanum hjá mér eru með all-sérstöku sniði. Við erum búin að vera í 7 fögum í vetur og erum prófuð í þeim öllum í einu, eða þannig ... Einum sólahring fyrir próf fáum við að vita hvaða 3 fögum er prófað í af þeim 7 sem við vorum í . Svo förum við í 6 klst. próf sem er eina prófið það árið.

Nú sit ég því sveittur og er að lesa í öllum 7 fögunum því maður veit jú ekkert hvaða fög eru til prófs, það er alltaf misjafnt á milli ára. Ég vona bara að það verði ekki viðskiptalögfræði, hmmmm!!!!

Annars er allt gott að frétta af okkur. Úti er 29 stiga hiti og sól og er það spáin fram yfir helgi. Ég sit með stóra viftu í bakið og er að læra ... viðskiptalögfræði!!!! Cool

Haukur bróðir hennar sigrúnar er hjá okkur núna og verður til 13. júní. Þá ætlum við að fara í smá ferðalag til Svíþjóðar í nokkra daga í lilefni prófloka. Svo kemur Jóhann minn í 10 daga og þá höldum við áfram að njóta, gera og græja.

 Stuðkveðjur frá Esbjerg!!! - IJ

 


Kominn tími á STOPP!

staða margra hafi versnað eftir að bankarnir stöðvuðu útlán í vetur??? Eitthvað bogið hér!!

Fólk viðist ekki vita hvenær á að stoppa þannig að bankarnir eru að bjarga þessu fólki. Ég skil ekki hvernig hægt er að halda því fram að bankarnir geti gert stöðuna verri með því að hætta að lána því. Ég lít á það sem björgun að hætta að lána því meiri peninga. En svo þurfa þeir líka að vera fólkinu innan handar með skuldbreytingar þannig að fólk nái sér út úr skítnum sem það er búið að koma sér í.


mbl.is „Alvarlegt hve margt ungt fólk er illa statt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband